Svandís safnar sjálfboðaliðum: „Ég bið ykkur um aðstoð” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 20:24 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Stöð 2/Bjarni Svandís Svavarsdóttir formaður VG hefur sent ákall til flokksmanna um að nú sé kosningabaráttan hafin og hvetur öll sem hönd geti lagt á plóg til að skrá sig sem sjálfboðaliða. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er til félaga í flokknum nú rétt fyrir átta í kvöld. „Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði! Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði!
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira