Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar 14. október 2024 13:02 Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun