Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. október 2024 12:26 Inga Sæland og hennar fólk í Flokki fólksins fer í uppstillingu, enda ekki tími til neins annars að hennar mati. Vísir/Vilhelm Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Flest bendir til þess að kosningar verði 30. nóvember. Verði það raunin þurfa flokkarnir að vera búnir að leggja fram framboðslista sína mánuði fyrr, 30. október. Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir að miðað við tímalínuna sem Bjarni leggur upp með sé líklegast að uppstilling verði niðurstaðan. „Og stefnir allt í að það verði þá uppstilling um allt land. Auðvitað er Halla núna að taka sér tíma til að íhuga, og endanlegur kjördagur liggur ekki fyrir. En miðað við þessar tímalínur, mánaðamótin nóvember/desember, þá er lítið annað í stöðunni heldur en uppstilling,“ segir Guðmundur. Guðmundur Ari Sigurjónsson er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Flokkurinn hafi undirbúið ólíkar sviðsmyndir síðasta árið, og því verið búin undir þessa niðurstöðu. Forysta flokksins muni ekki hafa lokaorðið um uppstillingar, heldur uppstillingarnefndir valdar af kjördæmaráðum. „Umboðið kemur frá öllum aðildarfélögunum á tilteknu svæði sem skipa nefndir, og svo er það uppstillingarnefnd sem hefur valdið.“ Ekki ákveðið enn hjá Viðreisn og Miðflokki Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að í ljósi hins knappa tímaramma sem lagt er upp með verði farið í uppstillingu. Kjördæmafélög flokksins munu funda í kvöld og taka lokaákvörðun. Formaður Viðreisnar segir allar vélar í sínum flokki farnar af stað. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Sigurjón „Landshlutaráðin eru að hittast á miðvikudag og fimmtudag. Þá verður tekin ákvörðun um prófkjör eða uppstillingu. Það er allt farið á fleygiferð af stað innan flokksins, og þetta er bara stuð og stemmari,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hvað gera stjórnarflokkarnir? Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður Vinstri grænna, segir að kjördæmisráð fundi í kvöld og taki lokaákvörðun. Þó sé ljóst að tíminn sé naumur og því uppstilling líklegasta niðurstaðan. Annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók til starfa í vor, eftir að Katrín Jakobsdóttir lét af embætti forsætisráðherra og fór í forsetaframboð.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu funda kjördæmasambönd Framsóknarflokksins þá í vikunni og um helgina, og því ætti framkvæmdin hjá flokknum að öllum líkindum að vera orðin skýr um eða eftir helgi. Kjördæmaráð sjálfstæðisflokksins ákveður hvort farið verði í uppstillingu eða ekki. „Í kjólinn fyrir jólin“ Píratar hafa þegar boðað prófkjör á næstu vikum. Flokkur fólksins fer hins vegar í uppstillingu. Það staðfestir Inga Sæland, formaður í samtali við fréttastofu. Hún segir að listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum, en flokkurinn muni nýta þær tvær vikur. „Við ætlum að gera það. Þetta er ekki mikill tími sem flokkarnir hafa til að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Inga kímin. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Flokkur Ingu stillir upp á lista, og líklegast er að flokkur Sigmundar Geri það líka.Vísir/Vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Viðreisn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. 14. október 2024 11:32
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. 14. október 2024 12:24
Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. 14. október 2024 11:56
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent