Í viðtali við Morgunblaðið segir Þórdís að henni beri skylda til þess að líta til hvar hún geti unnið Sjálfstæðisflokknum mest fylgi í þeirri stöðu sem er komin upp.
Þórdís er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og hefur setið á þingi fyrir kjördæmið frá árinu 2016. Hún er fædd á Akranesi, stærsta bæ kjördæmisins, er er búsett í Kópavogi sem er í Suðvesturkjördæmi.
Spurð að því hvort að hún hefði borið hugmyndina undir Bjarna Benediktsson, formann flokksins og oddvita í Suðvesturkjördæmi, sagðist Þórdís hafa rætt það við hann ásamt ýmsu öðru.
„En þetta er auðvitað ákvörðun sem ég tek fyrir mitt leyti og svo er það trúnaðarmanna í kjördæminu að raða upp listanum.“