Ástarvika Vigdís Häsler skrifar 15. október 2024 14:31 Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Börn og uppeldi Bolungarvík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; skíðlogandi eldur.[1] Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Það var nefnilega sumarið 2018 sem bætt var við ákvæðum við sveitarstjórnarlög um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Þannig lagði Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nú fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fram þingsályktunartillögu um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði 1000 árið 2026. Rökstuðningurinn sem birtist í aðsendri grein ráðherrans í Fréttablaðinu það sumar, var svo hljóðandi: „Meira en helmingur [sveitarfélaganna] hefur færri en 1000 íbúa sem hægt er að halda fram að séu vart sjálfbærar einingar.“ Að mínu viti er það með öllu fráleitt að horfa einungis til íbúatölu þegar fjallað er um stærð og getu sveitarfélaga til að vera sjálfbær. Horfa þarf til margra annarra þátta eins og landfræðilegra aðstæðna og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum lögbundna þjónustu. Þannig verði sameining að byggja á fjárhagslegum, félagslegum og landfræðilegum forsendum, en ekki einungis á íbúatölu, svo vitnað sé í orð sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Nú er ljóst að við göngum brátt til kosninga og kjósum okkur nýja forystu í landsmálin. Það er því áhugavert að líta til þess hverju flokkarnir munu tala fyrir. Flokkur fólksins hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sínum að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Ef flokkurinn heldur sig við það málefni mun hann vafalítið njóta aukins fylgis, enda á formaðurinn rætur að rekja til samfélags sem muna má fífil sinn fegurri, þá tíma þegar fjölbreytt mannlífið og drifkrafturinn einkenndi sjávarplássið Ólafsfjörð. Miðflokkurinn er líklega eina stjórnmálaaflið sem talar fyrir aukinni tekjuöflun á landsbyggðinni, eitthvað sem menn hafa í langan tíma ekki tengt við þar sem hugtakið virðist kaffærast fyrir plássfrekari skilgreiningum eins og „köld svæði“ og brothættar byggðir“. Í stað þess að kjósa að jaðarsetja íbúa hinna dreifðari byggða og sjávarplássa landið um kring, með fullyrðingum sem einkennast af lýsingarorðum í veikri beygingu, kýs flokkurinn að tala fyrir nauðsyn þess að landsbyggðin komist í arðbæra sókn. Það er, komist úr þeirri langvarandi og kostnaðarsömu vörn sem hún hefur verið í. Orð í tíma töluð. Síðan höfum við Samfylkinguna, sem virðist loksins skilja, með nýrri forystu, að velsæld verður til fyrir tilstuðlan fjölgunar fjölbreyttra atvinnutækifæra víða um land sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör og hæfa framboði vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði. Því þó rannsóknir sýni að leskunnáttu íslenskra barna fari aftur, þá kunna Íslendingar að vinna. Aukin fjölbreytni í atvinnulífi skýtur jafnframt fleiri og sterkari stoðum undir íslenskt hagkerfi og útflutning og það er það sem við þurfum hér á landi, þegar loðnubrestir verða og kvikar hreyfingar einkenna umhverfi ferðaþjónustunnar. Við þurfum fólk til starfans sem þorir að taka ákvarðanir, en ekki fólk sem kitlar sinn eigin hégóma á samfélagsmiðlum. Við þurfum fólk sem býr svo um hnútana að landssvæðin keppist um íbúa, að atvinnuuppbygging geti hafist en tefjist ekki fyrir tilstuðlan ákvarðanatökufælni þeirra sem stýra. Af hverju hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki staðið betri vörð um atvinnuvegina? Matvælaráðuneytið sem hýsir grunnatvinnuvegina, landbúnað og sjávarútveg hefur verið í klóm Vinstri grænna síðastliðin ár þar sem vegið er langt umfram öll þjófamörk að atvinnufrelsinu – og allt stimplað af samstarfsflokkunum í ríkisstjórn. Væri þeim málum ef til vill betur borgið í Evrópusambandi Viðreisnar? Við þurfum að tala um tækifærin og tækifærin sem felast í atvinnuuppbyggingu sem færir þjóðarbúinu tekjur. Við þurfum að fara að tala fyrir tekjuöflun en ekki um „köld svæði“, „brothættar byggðir“ og treysta á miðstýringu kerfisins. Ástarvika leysir nefnilega ekki allan vanda. Höfundur er verkefnastjóri Kleifa fiskeldis [1] Ljóðaljóðin 8:6.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun