„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2024 21:42 Svandís Svavarsdóttir birti þessa mynd með færslu sinni á slaginu klukkan 17 í dag. Hálftíma síðar var búið að fylla fjölda kassa á skrifstofu hennar í innviðaráðuneytinu. Vinstri græn Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. Halla Tómasdóttir forseti Íslands féllst í dag á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að rjúfa þing. Þá féllst hún á lausnarbeiðni fyrir Bjarna og ríkisstjórn sína. Bað Halla í framhaldinu ríkisstjórn um að starfa áfram sem starfsstjórn. Á það hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fallist en Vinstri græn hafnað. Svandís svaraði ekki símtölum fréttastofu í dag. Hún hafði áður viðrað það að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar fram að kosningum. Ljóst var að Svandís og VG hugnaðist ekki frekara samstarf við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar eftir sjö ára samstarf, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Fréttastofu bárust ábendingar upp úr hádegi í dag þess efnis að Svandís væri byrjuð að taka saman á skrifstofu sinni í innviðaráðuneytinu. Fréttastofa hringdi þrjú símtöl í Iðunni Garðarsdóttur og Kára Gautason, aðstoðarmenn Svandísar sem innviðaráðherra. Þau sögðu bæði ekkert hæft í því. Um væri að ræða falsfrétt og þvælu, eins og Kári komst að orði, og Iðunn sagði ekkert slíkt ákveðið. Málin myndu skýrast á næstu dögum. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason hafa staðið vaktina sem aðstoðarmenn Svandísar undanfarin ár.Stjr Halla forseti sagðist aðspurð á fimmta tímanum í dag ekki geta svarað því hvort Vinstri græn yrðu í starfsstjórninni sem hún hefði beðið ríkisstjórnina að mynda. Um það leyti sem Bjarni sleppti orðinu í viðtali á Bessastöðum þar sem hann sagðist ekki trúa því að Vinstri græn yrðu ekki hluti af starfsstjórninni birti Svandís Facebook-færslu. Klukkan sló fimm og sagði Svandís í tvö hundruð orða færslu að VG yrði ekki hluti af starfsstjórn. Hálfri klukkustund síðar mætti fréttamaður RÚV í innviðaráðuneytið og tók viðtal við Svandísi. Eins og sjá mátti í kvöldfréttum RÚV var skrifstofa Svandísar svo gott sem tóm. Mikið verk hafði verið unnið á skömmum tíma, búið að fylla marga kassa og hreinsa úr hillum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mætti í myndver í kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar sagði hann þingflokk VG hafa ákveðið að taka ekki þátt í frekara samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafnaði því að flokkurinn væri að bregðast skyldum sínum með því að stíga frá borði. Hann var einnig spurður að því hvort hann væri búinn að tæma skrifstofu sína í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða hvort það yrði fyrsta verk á morgun. Guðmundur Ingi hló og sagði skrifstofuna fulla af kössum. Hann væri á leiðinni þangað aftur til að klára að tæma og því ljóst að Vinstri græn hafa hraðar hendur þegar kemur að því að skapa rými fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sagt eðlilegt að fylli í skarð fráfarandi ráðherra Vinstri grænna. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20 Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21 „Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands féllst í dag á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að rjúfa þing. Þá féllst hún á lausnarbeiðni fyrir Bjarna og ríkisstjórn sína. Bað Halla í framhaldinu ríkisstjórn um að starfa áfram sem starfsstjórn. Á það hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fallist en Vinstri græn hafnað. Svandís svaraði ekki símtölum fréttastofu í dag. Hún hafði áður viðrað það að taka þátt í starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar fram að kosningum. Ljóst var að Svandís og VG hugnaðist ekki frekara samstarf við Sjálfstæðisflokk Bjarna Benediktssonar eftir sjö ára samstarf, lengst af undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Fréttastofu bárust ábendingar upp úr hádegi í dag þess efnis að Svandís væri byrjuð að taka saman á skrifstofu sinni í innviðaráðuneytinu. Fréttastofa hringdi þrjú símtöl í Iðunni Garðarsdóttur og Kára Gautason, aðstoðarmenn Svandísar sem innviðaráðherra. Þau sögðu bæði ekkert hæft í því. Um væri að ræða falsfrétt og þvælu, eins og Kári komst að orði, og Iðunn sagði ekkert slíkt ákveðið. Málin myndu skýrast á næstu dögum. Iðunn Garðarsdóttir og Kári Gautason hafa staðið vaktina sem aðstoðarmenn Svandísar undanfarin ár.Stjr Halla forseti sagðist aðspurð á fimmta tímanum í dag ekki geta svarað því hvort Vinstri græn yrðu í starfsstjórninni sem hún hefði beðið ríkisstjórnina að mynda. Um það leyti sem Bjarni sleppti orðinu í viðtali á Bessastöðum þar sem hann sagðist ekki trúa því að Vinstri græn yrðu ekki hluti af starfsstjórninni birti Svandís Facebook-færslu. Klukkan sló fimm og sagði Svandís í tvö hundruð orða færslu að VG yrði ekki hluti af starfsstjórn. Hálfri klukkustund síðar mætti fréttamaður RÚV í innviðaráðuneytið og tók viðtal við Svandísi. Eins og sjá mátti í kvöldfréttum RÚV var skrifstofa Svandísar svo gott sem tóm. Mikið verk hafði verið unnið á skömmum tíma, búið að fylla marga kassa og hreinsa úr hillum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG, mætti í myndver í kvöldfréttir Stöðvar 2. Þar sagði hann þingflokk VG hafa ákveðið að taka ekki þátt í frekara samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafnaði því að flokkurinn væri að bregðast skyldum sínum með því að stíga frá borði. Hann var einnig spurður að því hvort hann væri búinn að tæma skrifstofu sína í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða hvort það yrði fyrsta verk á morgun. Guðmundur Ingi hló og sagði skrifstofuna fulla af kössum. Hann væri á leiðinni þangað aftur til að klára að tæma og því ljóst að Vinstri græn hafa hraðar hendur þegar kemur að því að skapa rými fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sagt eðlilegt að fylli í skarð fráfarandi ráðherra Vinstri grænna.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20 Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21 „Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. 15. október 2024 20:20
Bjarni leggur mesta áherslu á afgreiðslu fjárlagafrumvarps Forsætisráðherra til bráðabirgða í nýrri starfsstjórn leggur áherslu á að fátt annað en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt frá Alþingi fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn geti síðan ákveðið að gera breytingar á því. 15. október 2024 19:21
„Tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59
„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. 15. október 2024 17:42