Segir Mbappé steinhissa og aldrei án vitna Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 21:52 Kylian Mbappé kveðst saklaus. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Lögfræðingur Kylians Mbappé hafnar því alfarið að hann hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð á fimmtudaginn, og segir hann furðu lostinn yfir því að nafn hans sé í sænskum fjölmiðlum tengt við lögreglurannsókn. Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“ Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“
Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira