Brady samþykktur en þarf að fylgja ströngum reglum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 11:02 Tom Brady þarf heldur betur að passa hvað hann segir á Fox Sports. Getty/ Kevin Sabitus Tom Brady var í gær samþykktur sem nýr hluteigandi í NFL félaginu Las Vegas Raiders. Það mun þó trufla starfið hans sem sjónvarpslýsenda. Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira