„Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. október 2024 19:57 Feðgarnir Jón K. Jacobsen og Geir Örn Jacobsen hafa báðir glímt við fíknivanda. Vísir/Einar Drengur sem hefur verið lagður sextán sinnum inn á Stuðla á einu ári segir betrun þeirra sem fara þangað inn litla sem enga. Faðir hans kallar úrræðið geymslu fyrir börn í vanda þar til þau verða átján ára. Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir. Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Í vikunni var fjallað um ástandið á meðferðarheimilinu Stuðlum í fréttaskýringaþættinum Kveik. Ástandið var sagt hættulegt þar sem mikið álag sé á starfsfólki þar. Feðgar sem hafa mikla reynslu af Stuðlum segja ástandið skelfilegt fyrir ungmenni sem fara þangað inn. „Þetta er bara geymsla. Við sitjum þarna og bíðum og fáum Playstation-tölvur. Og einhvern tímann fáum við að fara heim,“ segir Geir Örn Jacobsen, sautján ára. Og þú finnur ekki fyrir því að það sé verið að reyna að hjálpa þér? „Nei, við sitjum þarna í tölvunni og svo eru starfsmennirnir í símanum í starfsmannarýminu. Þeir eru ekki að gera neitt,“ segir Geir. Stuðlar er meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára.Vísir/Vilhelm Þegar þú ferð inn á Stuðla, þig langar að ná árangri? „Já, en síðan er þetta bara sama game-ið þarna inni. Það er alltaf einhver með eitthvað. Það er alltaf eitthvað dóp þarna inni,“ segir Geir. Jón K. Jacobsen, faðir Geirs, þekkir fíknisjúkdóminn vel en hann hætti að nota eiturlyf fyrir fjölmörgum árum og hefur starfað síðustu ár sem fíkniráðgjafi. Hann segir áhuga yfirvalda til að aðstoða þá sem fara á Stuðla vera engan. „Þetta er fyrir þeim, þeir vilja ekki eiga við þetta. Spyrja sig hvenær þeir verða átján. En því miður koma allir þessir strákar inn á Litla-Hraun og það tekur ekkert betra við þar. Þar er þetta kannski ekki eins hart, en það er ekkert elsku mamma. En eigum við þá bara að vera með fornám fyrir Litla-Hraun á Stuðlum? Af hverju á ekki að bjarga börnunum?“ spyr Jón, oftast þekktur sem Nonni. Á ári hefur Geir sextán sinnum farið inn á Stuðla.Vísir/Einar Það þurfi að bregðast við sem fyrst, ekki bara á Stuðlum. „Hvar gleymdu foreldrarnir sér? Orsök og afleiðing og þetta. Krökkum finnst bara í lagi að hugsa „Hann móðgaði mig, ég fer og sting hann“,“ segir Jón. Miðað við það úrræði sem er í boði á Stuðlum núna, hvað þarf að breytast þar inni? „Það vantar náttúrulega bara einhverja vinnu með fíknivanda og vandamál úr æsku hjá krökkum. Það er ekkert,“ segir Geir.
Fíkn Börn og uppeldi Meðferðarheimili Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira