Ægir: Hinn klassíski liðssigur Árni Jóhannsson skrifar 17. október 2024 21:18 Ægir Þór leiddi sína menn í gegnum ÍR verkefnið eins og herforingi. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið. „Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“ Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Alls ekki“, sagði Ægir þegar hann var spurður hvort það væri eitthvað út á leik sinna manna að setja í kvöld. „Það sem ég tek út úr þessu er að þetta var hinn klassíski liðssigur. Það voru allir on í orkustigi, varnarleik og samspili og það er mikið gleðiefni.“ Ægir var spurður að því hvort honum hafi fundist fyrirstaðan of lítil miðað við tímapunktinn á tímabilinu. „Nei alls ekki, það er alltaf flókið að spila við ÍR. Þeir eru mjög krefjandi varnarlega, þeir geta alltaf náð í körfur og gert það hratt. Þannig að maður þarf alltaf að vera á tánum varnarlega á móti svona liðum. Slökuðum aðeins á í seinni hálfleik en mér fannst við vera mjög góðir.“ Eðlilega kemur slaki í ákafa liða sem eru með þægilegt forskot. Það hlýtur þá að vera ánægjulegt að sjá liðið gefa aftur í til að missa ekki leikinn úr höndunum á sér. „Ég er sammála því. Þetta var hinn klassíski liðssigur sem við vildum fá útúr þessum leik, það lögðu allir eitthvað í púkkið og það sást á stigatöflunni og í ákafanum varnarlega.“ Ægir var að lokum spurður út í það hvort þessi sigur gæfi Stjörnunni eitthvað og hversu ánægður hann væri með liðið á þessum tíma árs. „Þessi sigur gefur okkur ekki neitt nema það að við megum ekki þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við verðum að halda stöðugleika og halda áfram að bæta okkur og vita hvað þarf til að vinna leiki. Það gefur mikið að vera ósigraðir en við verðum að halda áfram. Það þarf mikla orku til að vinna leik og við þurfum að stemma okkur af og vera klárir í næsta leik.“
Stjarnan Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍR 117-88 | Miskunnalausir Stjörnumenn Stjörnumenn eru ósigraðir í Bónus deild karla í körfuknattleik eftir þrjár umferðir. ÍR voru fórnarlamb kvöldsins þegar Breiðhyltingar komu í heimsókn í Garðabæinn. Það var ljóst nokkuð snemma í hvað stefndi en Stjarnan sýndi ekkert kæruleysi og enga miskunn þó að staðan hafi verið orðin þægileg. Lokatölur 17. október 2024 18:31