Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 22:11 Bobby Fischer og Boris Spasskí ganga frá sviði Laugardalshallar árið 1972. Til hliðar má sjá tvö skákborð. Það efra er nánast örugglega það borð sem þeir tefldu 3. skákina á og svo skákir 7-21. Hin myndin er af borði Siegels. Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað. Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað.
Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira