Messi: Hamingjan skiptir mig meira máli en að spila á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 09:01 Lionel Messi fagnar marki í síðasta landsleik á móti Bólvíu en þetta var eitt af þremur mörkum hans í leiknum. Getty/Federico Peretti Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi segist einblína á það að vera hamingjusamur og heilsuhraustur á þessum tímapunkti á ferlinum frekar en að velta sér upp úr því hvort hann verði með á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026. Messi er 37 ára gamall og er ekki búinn að loka á það að spila á HM eftir tæp tvö ár. Blaðamenn nota hvert tækifæri til að forvitnast um framtíðarplön hans en hann gæti þar orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Argentína varð heimsmeistari í Katar 2022 og það var svo gaman hjá Messi að hann hætti við að hætta í landsliðinu. Hann hefur skorað sjö mörk í tólf landsleikjum sínum síðan þá og var með þrennu og tvær stoðsendingar í síðasta leik á móti Bólivíu. Messi fékk í gær goðsagnarverðlaun frá spænska stórblaðinu Marca og svaraði um leið nokkrum spurningum um framtíðarsýn sína. „Við verðum bara að sjá til þegar þar að kemur,“ sagði Messi aðspurður um HM. „Ég vil ekki horfa of langt fram í tímann heldur vil ég frekar njóta hvers dags fyrir sig. Ég vonast til að gera spilað áfram á þessu stigi, að mér líði vel og að ég sé hamingjusamur,“ sagði Messi. „Ég er ánægðastur þegar ég fæ að gera það sem ég elska. Það skiptir mig meira mál en að spila á 2026 mótinu. Ég hef því ekki sett mér það markmið að vera með á næstu heimsmeistarakeppni. Ég vil taka hvern dag fyrir sig og njóta lífsins,“ sagði Messi. HM 2026 í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Messi er 37 ára gamall og er ekki búinn að loka á það að spila á HM eftir tæp tvö ár. Blaðamenn nota hvert tækifæri til að forvitnast um framtíðarplön hans en hann gæti þar orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Argentína varð heimsmeistari í Katar 2022 og það var svo gaman hjá Messi að hann hætti við að hætta í landsliðinu. Hann hefur skorað sjö mörk í tólf landsleikjum sínum síðan þá og var með þrennu og tvær stoðsendingar í síðasta leik á móti Bólivíu. Messi fékk í gær goðsagnarverðlaun frá spænska stórblaðinu Marca og svaraði um leið nokkrum spurningum um framtíðarsýn sína. „Við verðum bara að sjá til þegar þar að kemur,“ sagði Messi aðspurður um HM. „Ég vil ekki horfa of langt fram í tímann heldur vil ég frekar njóta hvers dags fyrir sig. Ég vonast til að gera spilað áfram á þessu stigi, að mér líði vel og að ég sé hamingjusamur,“ sagði Messi. „Ég er ánægðastur þegar ég fæ að gera það sem ég elska. Það skiptir mig meira mál en að spila á 2026 mótinu. Ég hef því ekki sett mér það markmið að vera með á næstu heimsmeistarakeppni. Ég vil taka hvern dag fyrir sig og njóta lífsins,“ sagði Messi.
HM 2026 í fótbolta Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira