Uppgjörið og viðtöl: ÍA - Víkingur 3-4 | Danijel Dejan Djuric tryggði Víkingi dramatískan sigur Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2024 15:56 Danijel Dejan Djuric var hetja Víkinga í leiknum á Akranesi í dag Vísir/Diego Víkingur vann afar dramatískan 4-3 sigur þegar liðið sótti ÍA heim á Akranes í næstsíðuustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var Danijel Dejan Djuric sem skoraði sigurmark Víkings á lokaandartökum leiksins. Skagamenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum Johannes Vall, sem skoraði með föstu beint úr aukapsyrnu, og Hinriks Harðarsonar en hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Vall. Erlingur Agnarsson skoraði síðan snoturt mark með vinstri fæti í upphafi seinni hálfleiks og um það bil stundarfjórðungi var Niko Hansen búinn að jafna metin. Viktor Jónsson kom svo Skagamönnum aftur yfir með 18. marki sínu í deildinni í sumar. Erlingur var aftur á ferðinni skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma. Kantmaðurinn knái mundaði þá vinstri fótinn á nýjan leik en nú hamraði Erlingur boltanum upp í samskeytin. Dramatíkin og spennan var bara rétt að byrja þarna en Skagamenn töldu sig vera búna að finna dýrmætt sigurmark í baráttunni um Evrópusæti þegar varamaðurinn Breki Þór Hermannsson setti boltann í netið af stuttu færi. Elías Ingi Árnason, dæmdi hins vegar brot á Hlyn Sævar Jónsson í aðdraganda marksins en erfitt var að sjá að Hlynur Sævar hefði gerst brotlegur í því atviki. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Skagamenn brunuðu Víkingar í sókn og Danijel Dejan Djuric tryggði gestunum úr Fossvoginum sigurinn og þriggja stiga forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar. Breiðablik getur jafnað Víking að stigum þegar liðið mætir Stjörnunni seinna í dag. Víkingur og Breiðablik eigast svo við í lokaumferðinni þar sem það ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍAVísir/Vilhelm Jón Þór: „Erum einfaldlega rændir af dómara leiksins „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi. „Þetta var geggjaður fótboltaleikur og mínir menn stóðu sig framúrskarandi vel. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dómarana sem voru sendir í þetta verkefni. Það er auðvitað gríðarlegt dómgreindarleysi af hálfu KSÍ að senda Erlend í það verk að vera fjórði dómari í þessum leik í ljósi þess að hann gerði afdrifarík mistök í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. Þá er ég ekki að segja að Erlendur hafi haft úrslitaáhrif í þessum leik, það var Elías, en það var erfitt og afar óheppilegt að það væri Erlendur sem væri að reyna að útskýra þessar fáránlegar ákvarðanir. Við ætluðum að teikna upp úrslitaleik við Val um Evrópusæti í lokaumferðinni en því var einfadlega hrifsað úr höndum okkar af utanaðkomandi aðilum. Það er ólýsanlega svekkjandi,“ sagði Skagamaðurinn sótillur. Arnar Bergmann: Við uppskárum eins og við sáðum „Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.Vísir /Pawel Atvik leiksins Skagamenn skoruðu að því er virtist löglegt mark undir lok leiksins og fögnuðu því að sjálfsögðu bæði vel og innilega bæði innan vallar sem utan. Gleðin var aftur á móti skammvinn þar sem Elías Ingi blés í flautu sína við litla hrifningu heimamanna. Í fyrri hálfleik hafði Elías Ingi metið það sem svo að Hinrik Harðarson hefði verið með leikaraskap þegar hann var felldur í vítateig Víkings. Þar voru Skagamenn að sama skapi lítt hrifnir að störfum dómarateymisins og létu það vel í ljós. Stjörnur og skúrkar Johannes Vall var góður í vinstri vængbakverðinum en hann skoraði eitt og lagði upp annað. Hlynur Sævar flottur í varnarlínunni og framherjaparið Hinrik og Viktor komust báðir á blað. Árni Marínó Einarsson var svo öruggur í aðgerðum í marki Skagaliðsins . Erlingur sýndi sjaldséða takta með vinstri í þessum leik og Danijel Dejan Djuric skoraði markið sem skildi liðin að. Niko Hansen var réttur maður á réttum stað eins og svo oft áður þegar hann skoraði markið sitt. Dómarar leiksins Elías Ingi Árnason og teymið í kringum hann náðu ekki að grípa erfiðan leik nógu föstum tökum og gerðu tvö afdrifarík mistök eins og rakið var hér að ofan. Af þeim sökum fá þeir fimm í einkunn. Stemming og umgjörð Það var strekkingur og suddi á Skaganum í dag en Víkingar létu það ekki á sig fá og mættu galvaskir með langferðabifreið. Skagammen studdu sína menn með ráðum og dáðum og voru nokkuð dannaðir í köllum sínum á dómara leiksins þó þeir væru auðsjáanlega ekki par sáttir við þeirra störf. Besta deild karla ÍA Víkingur Reykjavík
Víkingur vann afar dramatískan 4-3 sigur þegar liðið sótti ÍA heim á Akranes í næstsíðuustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var Danijel Dejan Djuric sem skoraði sigurmark Víkings á lokaandartökum leiksins. Skagamenn leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum Johannes Vall, sem skoraði með föstu beint úr aukapsyrnu, og Hinriks Harðarsonar en hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Vall. Erlingur Agnarsson skoraði síðan snoturt mark með vinstri fæti í upphafi seinni hálfleiks og um það bil stundarfjórðungi var Niko Hansen búinn að jafna metin. Viktor Jónsson kom svo Skagamönnum aftur yfir með 18. marki sínu í deildinni í sumar. Erlingur var aftur á ferðinni skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma. Kantmaðurinn knái mundaði þá vinstri fótinn á nýjan leik en nú hamraði Erlingur boltanum upp í samskeytin. Dramatíkin og spennan var bara rétt að byrja þarna en Skagamenn töldu sig vera búna að finna dýrmætt sigurmark í baráttunni um Evrópusæti þegar varamaðurinn Breki Þór Hermannsson setti boltann í netið af stuttu færi. Elías Ingi Árnason, dæmdi hins vegar brot á Hlyn Sævar Jónsson í aðdraganda marksins en erfitt var að sjá að Hlynur Sævar hefði gerst brotlegur í því atviki. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir Skagamenn brunuðu Víkingar í sókn og Danijel Dejan Djuric tryggði gestunum úr Fossvoginum sigurinn og þriggja stiga forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar. Breiðablik getur jafnað Víking að stigum þegar liðið mætir Stjörnunni seinna í dag. Víkingur og Breiðablik eigast svo við í lokaumferðinni þar sem það ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍAVísir/Vilhelm Jón Þór: „Erum einfaldlega rændir af dómara leiksins „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi. „Þetta var geggjaður fótboltaleikur og mínir menn stóðu sig framúrskarandi vel. Því miður er ekki hægt að segja það sama um dómarana sem voru sendir í þetta verkefni. Það er auðvitað gríðarlegt dómgreindarleysi af hálfu KSÍ að senda Erlend í það verk að vera fjórði dómari í þessum leik í ljósi þess að hann gerði afdrifarík mistök í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. Þá er ég ekki að segja að Erlendur hafi haft úrslitaáhrif í þessum leik, það var Elías, en það var erfitt og afar óheppilegt að það væri Erlendur sem væri að reyna að útskýra þessar fáránlegar ákvarðanir. Við ætluðum að teikna upp úrslitaleik við Val um Evrópusæti í lokaumferðinni en því var einfadlega hrifsað úr höndum okkar af utanaðkomandi aðilum. Það er ólýsanlega svekkjandi,“ sagði Skagamaðurinn sótillur. Arnar Bergmann: Við uppskárum eins og við sáðum „Þetta var svona old school fótbolti hérna í dag. Það var hart barist og fjölmörg atriði sem hægt er að tala um að leik loknum. Það er á stundum eins og þessum sem ég prísa mig sælan að hafa fengið íþróttalegt uppeldi hjá mömmu og pabba. Íþróttir gefa manni hráa og ósvikna tilfinningu sem þú nærði ekki í annars staðar,“ sagði Arnar Bergmann hreykinn. „Við vorum rólegir þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í hálfleik. Við vorum að spila vel og héldum bara áfram því sem við vorum að gera í þeim fyrri í þeim seinni. Maður fær eins og maður uppsker í fótbolta og mér fannst við sá nógu mikið til þess að landa sigri að þessu sinni þó að það hefði vissulega ekki mátt á tæpara að standa,“ sagði hann sigurreifur. „Það var ólýsanleg tilfinnig að sjá Danijel skora og hann átti þetta mark svo sannarlega skilið. Hann fylgdist vel með leiknum af varamannabekknum og vissi hvar færin voru til þess að koma inn markinu sem við þurftum á að halda. Kredit á hann og svo líka Pálma Rafn sem er að fá verðskuldað tækifæri í leikjunum þar sem mest er undir,“ sagði Arnar. „Ég er alinn upp við það hérna uppi á Skaga að lið þurfi að vinna hér ætli þau sér að standa uppi sem Íslandsmeistari. Við erum núna búnir að gera það tvisvar sinnum í sumar og það gera bara sigurlið. Nú horfi ég bara silkislakur á Blika spila við Stjörnuna. Svo erum við mjög spenntir fyrir leiknum við Blika um næstu helgi,“ sagði þjálfari Ísladnsmeistaranna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.Vísir /Pawel Atvik leiksins Skagamenn skoruðu að því er virtist löglegt mark undir lok leiksins og fögnuðu því að sjálfsögðu bæði vel og innilega bæði innan vallar sem utan. Gleðin var aftur á móti skammvinn þar sem Elías Ingi blés í flautu sína við litla hrifningu heimamanna. Í fyrri hálfleik hafði Elías Ingi metið það sem svo að Hinrik Harðarson hefði verið með leikaraskap þegar hann var felldur í vítateig Víkings. Þar voru Skagamenn að sama skapi lítt hrifnir að störfum dómarateymisins og létu það vel í ljós. Stjörnur og skúrkar Johannes Vall var góður í vinstri vængbakverðinum en hann skoraði eitt og lagði upp annað. Hlynur Sævar flottur í varnarlínunni og framherjaparið Hinrik og Viktor komust báðir á blað. Árni Marínó Einarsson var svo öruggur í aðgerðum í marki Skagaliðsins . Erlingur sýndi sjaldséða takta með vinstri í þessum leik og Danijel Dejan Djuric skoraði markið sem skildi liðin að. Niko Hansen var réttur maður á réttum stað eins og svo oft áður þegar hann skoraði markið sitt. Dómarar leiksins Elías Ingi Árnason og teymið í kringum hann náðu ekki að grípa erfiðan leik nógu föstum tökum og gerðu tvö afdrifarík mistök eins og rakið var hér að ofan. Af þeim sökum fá þeir fimm í einkunn. Stemming og umgjörð Það var strekkingur og suddi á Skaganum í dag en Víkingar létu það ekki á sig fá og mættu galvaskir með langferðabifreið. Skagammen studdu sína menn með ráðum og dáðum og voru nokkuð dannaðir í köllum sínum á dómara leiksins þó þeir væru auðsjáanlega ekki par sáttir við þeirra störf.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti