„Óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki sé haldið í spennitreyju“ Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 14:21 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir nýja umfjöllun Heimildarinnar um Namibíumálið svokallaða engu nýju ljósi varpa á málsatvik. „Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis.“ Þetta segir Þorsteinn Már í opnu bréfi til starfsfólks Samherja, sem ritað er í tilefni af umfjöllun í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í morgun. Þar segir meðal annars að lögreglumenn á vegum Héraðssaksóknara hafi endurheimt um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þorsteinn Már segir að í umfjölluninni sé því haldið fram að upplýsingar varpi nýju ljósi á málsatvik. „Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.“ Spennitreyja réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már segir að sér þyki mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár, án tilefnis. Það er svipuð staða og hópur blaðamanna mátti þola í fjölda ára vegna annars anga sama máls. Rannsókn á hendur þeim var þó látin niður falla nýverið. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir virðist mega reikna með að þannig verði það áfram. Þá sé útlit fyrir að ekkert tillit verði tekið til þess mikla álags sem slík réttarstaða hafi fyrir heiðarlegt og samviskusamt fólk og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt að rannsóknin raski ekki vinnufriðnum Þorsteinn Már ítrekar að Samherji muni verjast ásökunum af fullum þunga en málið verði ekki rekið í fjölmiðlum. „Aðalatriðið er að þið látið ekki þessa umfjöllun raska vinnufriðnum og haldið áfram ykkar góðu verkum. Vikan sem er að líða gekk vel, tíðarfarið hefur verið gott, skipin fiska vel, vinnslurnar eru öflugar að vanda og þá borðaði fiskurinn vel í eldinu.“ Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Þetta segir Þorsteinn Már í opnu bréfi til starfsfólks Samherja, sem ritað er í tilefni af umfjöllun í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í morgun. Þar segir meðal annars að lögreglumenn á vegum Héraðssaksóknara hafi endurheimt um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Þorsteinn Már segir að í umfjölluninni sé því haldið fram að upplýsingar varpi nýju ljósi á málsatvik. „Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.“ Spennitreyja réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már segir að sér þyki mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár, án tilefnis. Það er svipuð staða og hópur blaðamanna mátti þola í fjölda ára vegna annars anga sama máls. Rannsókn á hendur þeim var þó látin niður falla nýverið. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir virðist mega reikna með að þannig verði það áfram. Þá sé útlit fyrir að ekkert tillit verði tekið til þess mikla álags sem slík réttarstaða hafi fyrir heiðarlegt og samviskusamt fólk og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt að rannsóknin raski ekki vinnufriðnum Þorsteinn Már ítrekar að Samherji muni verjast ásökunum af fullum þunga en málið verði ekki rekið í fjölmiðlum. „Aðalatriðið er að þið látið ekki þessa umfjöllun raska vinnufriðnum og haldið áfram ykkar góðu verkum. Vikan sem er að líða gekk vel, tíðarfarið hefur verið gott, skipin fiska vel, vinnslurnar eru öflugar að vanda og þá borðaði fiskurinn vel í eldinu.“
Samherjaskjölin Lögreglumál Akureyri Tengdar fréttir „Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. 17. október 2024 07:02
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12