Óásættanleg staða fyrir fimleikadeild Keflavíkur: Loforð svikin og framtíð starfseminnar í hættu Berglind Ragnarsdóttir skrifar 19. október 2024 07:02 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Reykjanesbær Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun