Að taka réttindi af einum til að selja öðrum Vala Árnadóttir skrifar 19. október 2024 10:31 Sjálfstæðisstefnan grundvallast á því að eignarréttur, réttur til frelsis séu frumréttindi einstaklings og að heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni. Hugmyndafræðin er sú að hver og einn fái tækifæri til að blómstra sem verður að endingu til þess að efla og styrkja Ísland. Þá er einkaframtakið og eignarrétturinn ein besta náttúruverndin, en við íslendingar búum yfir einhverjum fremstu náttúruauðlindum heims. Sjálfstæðissflokkurinn hefur talað fyrir því að virða beri eignarrétt og nýtingarrétt einstaklinga á náttúruauðlindum og ekki grípa til þjóðnýtingar eða skerðingar á réttindum einstaklinga nema nauðsyn beri til. Við höfum staðið vörð um náttúruauðlindir okkar Íslendinga og stöndum einna fremst þjóða með þeim hætti. Hins vegar er umhugsunarefni að flokkslínan virðist hafa gleymt sér og ekki fylgt eigin stefnu þegar kemur að lagareldi. Með þessu hafa eignarréttur og atvinnuréttindi bænda og landeigenda verið virt að vettugi, sem boðar ekki gott fyrir gildi flokksins. Nú fyrir kosningar hefur aldrei verið mikilvægara að fara á dýptina og rifja upp hvaðan við komum. Samræmist ekki gildum Sjálfstæðisflokksins Það sem orkar líka tvímælis er stefna flokksins þegar kemur að lagareldi/fiskeldi í opnum kvíum. Þar á hið opinbera að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi til að auka tækifæri til verðmætasköpunar í geiranum og tryggja að það skili sér út í samfélagið. Þetta hljómar kannski í fyrstu eins og ágætis samkomulag, en hér þurfum við að staldra við því firðirnir okkar, árnar og laxastofninn eru ekki óþrjótandi náttúruauðlind og með þessu er, ef fram fer sem horfir, verið að stuðla að útrýmingu villta laxins á Íslandi. Þetta þýðir að við munum á endanum standa uppi með ansi fátt – og þeir sem fara einna verst út úr samkomulaginu eru bændur og landeigendur. Þetta er því eins og að taka dekk af bíl nágrannans og gefa öðrum þau, taka því næst ljósin af og gefa þau þar til bíll nágrannans eftir stendur sem ónothæft bílshræ. Það vill nefnilega svo til að réttindi bænda og landeigenda sem hafa gengið í ættliði og munu gera um ókomna tíð, stóla á laxveiðihlunnindi, sem fyrirsjáanlegt er að munu hverfa fyrr en síðar, haldi opið sjókvíaeldi áfram. Þar með teflir þessi stefna ekki einungis eignar- og atvinnuréttindum þúsundum einstaklinga í hættu, heldur tekur þau réttindi beinlínis af þessum hópum og selur öðrum. Sjálfstæði Íslendinga er meira en svo að við séum svo tilneydd að gefa landið okkar frá þeim sem það eiga, í hendur Norðmanna í skjóli verðmætasköpunar. Það er ekki verðmætasköpun að taka verðmæti frá einum og gefa annað, það er tilfærsla eignarréttar og samræmist ekki gildum flokksins. Náttúrustefna flokksins byggist á vísindum en þá er nauðsynlegt að hlusta á vísindin og fylgja þeim. Það vill enginn lenda á þeim stað að þurfa að ráðast í rannsóknir á því sem fór úrskeiðis þegar ánum okkar verður óhjákvæmilega lokað,eins og þegar hefur gerst í Noregi og stefnir í hér á landi ef haltur heldur áfram að leiða blindan. Það er öllum, sem það vilja sjá, ljóst í dag að lagareldi hefur farið langt út fyrir það sem lagt var upp með, eldislaxar veiðst víða í ám landsins og eldisfyrirtæki standast nánast engar eftirlitsskoðanir. Það er því ljóst að haldi opið sjókvíaeldi áfram í núverandi mynd, mun það vera gert á kostnað þeirra þúsunda annarra sem atvinnu- og eignarrétt hafa af laxveiðihlunnindum. Þeirra sömu og hafa t.a.m. verið lögbundnir að aðskilja ekki jarðir sínar frá vatnshlotum og að ganga í veiðifélög með náttúruvernd að leiðarljósi. Atvinnufrelsi lagareldis fylgir ákveðin áhætta líkt og öllum atvinnugreinum. Ríkið á ekki að skapa umhverfi þar sem utanaðkomandi aðilar geta gengið að náttúruauðlindum Íslands sem vísum, hvað þá á kostnað annarra. Verðmætasköpun eða ekki; þetta samræmist ekki gildum Sjálfstæðisflokksins hvort sem litið er á frelsi, eignarrétt, atvinnurétt eða náttúruvernd. Meirihlutinn er á móti opnu sjókvíaeldi Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sammælast um trausta og heildstæða forystu í stærstu málum hvers tíma, en það eru takmörk fyrir því hversu mikið má miðla málum eða gefa afslátt af upphaflegri stefnu. Forystan þarf einnig að vera í takti við vilja þjóðarinnar, þar sem meirihlutinn er á móti opnu sjókvíaeldi. Ég fagna því að allir eigi óskorinn rétt til að setja fram gagnrýni á það sem gert er, leggja fram tillögur og berjast fyrir framgangi nýrrar hugsunar, enda er enginn einn handhafi sjálfstæðisstefnunnar. Það er hægt að stuðla að jöfnum tækifærum án þess að fórna prinsippum um ábyrgð, náttúruvernd og eignarrétt. Ef stefna flokksins er að byggja upp samkeppnishæft eldi til verðmætasköpunar er það gerlegt á annan máta en með úreltum aðferðum opinna sjókvía. Ísland á að vera leiðandi í tækni og nýsköpun og ýta undir sjálfbærar lausnir sem eru nú svo sannarlega til staðar í dag, hvort sem þær taka ögn lengri tíma að koma á fót eður ei. Verðmætasköpun felst því ekki í skammtímalausnum sem standast ekki tímans tönn. Stefnan þarf í dag breiðfylkingu en ekki einsleitni. Ríkið lifir ekki sjálfstæðu lífi, það á að vera til fyrir fólkið og vegna fólksins, ekki öfugt. Fólkið segir ríkinu fyrir verkum en ríkið ekki fólkinu. Á því byggir sjálfstæðisstefnan, sem og þeim frægu kjörorðum: Burt með bálknið. Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisstefnan grundvallast á því að eignarréttur, réttur til frelsis séu frumréttindi einstaklings og að heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni. Hugmyndafræðin er sú að hver og einn fái tækifæri til að blómstra sem verður að endingu til þess að efla og styrkja Ísland. Þá er einkaframtakið og eignarrétturinn ein besta náttúruverndin, en við íslendingar búum yfir einhverjum fremstu náttúruauðlindum heims. Sjálfstæðissflokkurinn hefur talað fyrir því að virða beri eignarrétt og nýtingarrétt einstaklinga á náttúruauðlindum og ekki grípa til þjóðnýtingar eða skerðingar á réttindum einstaklinga nema nauðsyn beri til. Við höfum staðið vörð um náttúruauðlindir okkar Íslendinga og stöndum einna fremst þjóða með þeim hætti. Hins vegar er umhugsunarefni að flokkslínan virðist hafa gleymt sér og ekki fylgt eigin stefnu þegar kemur að lagareldi. Með þessu hafa eignarréttur og atvinnuréttindi bænda og landeigenda verið virt að vettugi, sem boðar ekki gott fyrir gildi flokksins. Nú fyrir kosningar hefur aldrei verið mikilvægara að fara á dýptina og rifja upp hvaðan við komum. Samræmist ekki gildum Sjálfstæðisflokksins Það sem orkar líka tvímælis er stefna flokksins þegar kemur að lagareldi/fiskeldi í opnum kvíum. Þar á hið opinbera að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi til að auka tækifæri til verðmætasköpunar í geiranum og tryggja að það skili sér út í samfélagið. Þetta hljómar kannski í fyrstu eins og ágætis samkomulag, en hér þurfum við að staldra við því firðirnir okkar, árnar og laxastofninn eru ekki óþrjótandi náttúruauðlind og með þessu er, ef fram fer sem horfir, verið að stuðla að útrýmingu villta laxins á Íslandi. Þetta þýðir að við munum á endanum standa uppi með ansi fátt – og þeir sem fara einna verst út úr samkomulaginu eru bændur og landeigendur. Þetta er því eins og að taka dekk af bíl nágrannans og gefa öðrum þau, taka því næst ljósin af og gefa þau þar til bíll nágrannans eftir stendur sem ónothæft bílshræ. Það vill nefnilega svo til að réttindi bænda og landeigenda sem hafa gengið í ættliði og munu gera um ókomna tíð, stóla á laxveiðihlunnindi, sem fyrirsjáanlegt er að munu hverfa fyrr en síðar, haldi opið sjókvíaeldi áfram. Þar með teflir þessi stefna ekki einungis eignar- og atvinnuréttindum þúsundum einstaklinga í hættu, heldur tekur þau réttindi beinlínis af þessum hópum og selur öðrum. Sjálfstæði Íslendinga er meira en svo að við séum svo tilneydd að gefa landið okkar frá þeim sem það eiga, í hendur Norðmanna í skjóli verðmætasköpunar. Það er ekki verðmætasköpun að taka verðmæti frá einum og gefa annað, það er tilfærsla eignarréttar og samræmist ekki gildum flokksins. Náttúrustefna flokksins byggist á vísindum en þá er nauðsynlegt að hlusta á vísindin og fylgja þeim. Það vill enginn lenda á þeim stað að þurfa að ráðast í rannsóknir á því sem fór úrskeiðis þegar ánum okkar verður óhjákvæmilega lokað,eins og þegar hefur gerst í Noregi og stefnir í hér á landi ef haltur heldur áfram að leiða blindan. Það er öllum, sem það vilja sjá, ljóst í dag að lagareldi hefur farið langt út fyrir það sem lagt var upp með, eldislaxar veiðst víða í ám landsins og eldisfyrirtæki standast nánast engar eftirlitsskoðanir. Það er því ljóst að haldi opið sjókvíaeldi áfram í núverandi mynd, mun það vera gert á kostnað þeirra þúsunda annarra sem atvinnu- og eignarrétt hafa af laxveiðihlunnindum. Þeirra sömu og hafa t.a.m. verið lögbundnir að aðskilja ekki jarðir sínar frá vatnshlotum og að ganga í veiðifélög með náttúruvernd að leiðarljósi. Atvinnufrelsi lagareldis fylgir ákveðin áhætta líkt og öllum atvinnugreinum. Ríkið á ekki að skapa umhverfi þar sem utanaðkomandi aðilar geta gengið að náttúruauðlindum Íslands sem vísum, hvað þá á kostnað annarra. Verðmætasköpun eða ekki; þetta samræmist ekki gildum Sjálfstæðisflokksins hvort sem litið er á frelsi, eignarrétt, atvinnurétt eða náttúruvernd. Meirihlutinn er á móti opnu sjókvíaeldi Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sammælast um trausta og heildstæða forystu í stærstu málum hvers tíma, en það eru takmörk fyrir því hversu mikið má miðla málum eða gefa afslátt af upphaflegri stefnu. Forystan þarf einnig að vera í takti við vilja þjóðarinnar, þar sem meirihlutinn er á móti opnu sjókvíaeldi. Ég fagna því að allir eigi óskorinn rétt til að setja fram gagnrýni á það sem gert er, leggja fram tillögur og berjast fyrir framgangi nýrrar hugsunar, enda er enginn einn handhafi sjálfstæðisstefnunnar. Það er hægt að stuðla að jöfnum tækifærum án þess að fórna prinsippum um ábyrgð, náttúruvernd og eignarrétt. Ef stefna flokksins er að byggja upp samkeppnishæft eldi til verðmætasköpunar er það gerlegt á annan máta en með úreltum aðferðum opinna sjókvía. Ísland á að vera leiðandi í tækni og nýsköpun og ýta undir sjálfbærar lausnir sem eru nú svo sannarlega til staðar í dag, hvort sem þær taka ögn lengri tíma að koma á fót eður ei. Verðmætasköpun felst því ekki í skammtímalausnum sem standast ekki tímans tönn. Stefnan þarf í dag breiðfylkingu en ekki einsleitni. Ríkið lifir ekki sjálfstæðu lífi, það á að vera til fyrir fólkið og vegna fólksins, ekki öfugt. Fólkið segir ríkinu fyrir verkum en ríkið ekki fólkinu. Á því byggir sjálfstæðisstefnan, sem og þeim frægu kjörorðum: Burt með bálknið. Ég hef óbilandi trú á Íslendingum og ég trúi umfram allt á lausnir en að eyða tíma í að einblína á vandamálin. Ekkert breytist nema breytingar séu gerðar. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn endurspegla hagsmuni breiðari fylkingar og hef því ákveðið að bjóða mig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Höfundur er lögfræðingur
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun