Vill leiða Miðflokkinn í Suðurkjördæmi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 23:21 Tómas Ellert Tómasson er einn af stofnfélögum Miðflokksins og hefur gegnt ýmsum störfum innan hans. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, sækist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt. Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Hann hefur sent tilkynningu þess efnis á uppstillingarnefnd Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við fréttastofu segist Tómas hafa velt því fyrir sér undanfarna daga að bjóða fram krafta sína á framboðslista flokksins í kjördæminu. „Það er óhætt að segja að margir hafa komið að máli við mig undanfarið og rætt þau mál við mig, bæði flokksmenn og aðrir og hvatt mig til að óska eftir oddvitasætinu. Ég væri að bregðast því fólki sem að ég get kallað stuðningsmenn mína ef að ég óskaði ekki eftir því að leiða listann í Suðurkjördæmi,“ segir hann. „Ég óska því eftir við uppstillinganefnd að fá umboð til að leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi,“ segir Tómas Ellert. Þess ber að geta að Tómas var einn dyggasti stuðningsmaður Höllu Hrundar í síðustu forsetakosningum en mun mögulega þurfa að ata kappi við hana í Alþingiskosningum. Gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins Tómas Ellert var einn af stofnfélögum Miðflokksins árið 2017 og var bæjarfulltrúi flokksins í Árborg frá 2018 til 2022 þar sem hann var meirihlutasamstarfi. Miðflokkurinn náði ekki inn fulltrúa í Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022. Tómas hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Miðflokkinn og var kosningastjóri flokksins á landsvísu í Alþingiskosningum haustið 2021. Hann er nú í málefnanefnd Miðflokksins og varaformaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi. Hann snýr sér nú að landspólitíkinni. Birgir Þórarinsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en yfirgaf hann strax eftir kosningar og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sakaði eiganda fasteignafélags um mútur Árið 2023 sakaði Tómas forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hafði þá eftir Tómasi að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ sagði Tómas við Heimildina. Málið fór á borð héraðssaksóknara en á endanum var rannsókn á því hætt.
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Árborg Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent