Sé líklega met að vera hafnað af flokki sínum tvisvar í sama mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 20:57 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, segir að henni hafi ekki boðist oddvitasæti og því segi hún skilið við pólitíkina. Hún segir það líklega met að hafa verið hafnað tvisvar af eigin flokki í sama mánuði. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í kvöld. „Í dag varð ljóst að ég mun ekki verða oddviti í mínu kjördæmi og hef ég afþakkað sæti ofar en það fimmta. Ég var tilbúin að taka þann slag en eftir að ljóst var að sú yrði ekki niðurstaðan met ég það sem svo að fjölskyldan mín eigi meiri fyrirsjáanleika og festu skilið en pólitíkin getur veitt,“ skrifar hún í færslunni og bætir við: „Guð blessi 9-5 og helgarfrí.“ Þá segir hún að það sé líklega einhvers konar met að vera hafnað af sínu eigin stjórnmálaafli tvisvar sinnum í sama mánuði og vísar þar til þess þegar hún tapaði fyrir Guðmundi Inga Guðbrandssyni í varaformannsslag á landsfundi Vinstri grænna fyrir skömmu. „Eftirspurnin eftir mér virðist talsvert meiri meðal almennings en innan VG,“ skrifar hún. Skortir auðmýkt á Alþingi Hún segist þó aldrei hafa talið sig eiga neitt skilið í pólitík og taki þetta ekki mjög nærri sér. Hún styðji VG, sé trú stefnunni og hafi ekki kvikað frá henni eitt andartak. Þess vegna sé það heiður að taka sæti á listanum og styðja félagana í VG til góðra verka. „Ég hef kynnst ótrúlega mörgum og fengið tækifæri til að sjá inn í margs konar veruleika á þessum þremur árum. Það er mjög margt sem mér finnst um íslenska stjórnskipan og hvernig fólk í valdastöðum umgengst t.d. þingræðið. Það sem skortir mest á Alþingi Íslendinga er auðmýkt. Ég hætti örugglega aldrei að vera öfga-feministi, náttúruverndarsinni og grjóthörð vinstri kona. Kannski býð ég fram krafta mína seinna þegar börnin eru stærri og aðstæður auðveldari en nú tekur við nýr kafli fullur af tækifærum. Það er sko hægt að vera róttæk og berjast fyrir réttlátu samfélagi víðar en í „le cirque de l'absurde“ við Austurvöll,“ skrifar hún einnig. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt stóð að Jódís væri sitjandi oddviti en það er ekki rétt, hún er annar þingmaður Vinstri gænna í kjördæminu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er sitjandi oddviti en tilkynnti fyrr í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér áfram.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Tengdar fréttir Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Svandís og Guðmundur Ingi nýir leiðtogar Vinstri grænna Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur verið kjörin formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra var kjörinn varaformaður. 5. október 2024 16:23