Vegfarendur sáu til stjörnunnar í Los Angeles í vikunni og virtist hún þá vera með sýnilega óléttubumbu. Talsmaður Lawrence staðfesti síðar við Vogue að hún væri þunguð.
Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um óléttuna. Fyrir á Lawrence hinn tveggja ára Cy með eiginmanni sinnum, gallerý-eigandanum Cooke Maroney. Þau hafa verið gift frá árinu 2019.
Segir móðurhlutverkið hafa breytt sér
Lawrence hefur áður opnað sig um móðurhlutverkið og segir hún að það sé ógnvekjandi að tala um það.
Sjálfri hafi henni liðið eins og líf hennar hafi byrjað upp á nýtt daginn sem hún eignaðist son sinn.
Lawrence hefur einnig leikið móður í myndinni mother! þar sem hún þarf að takast á við óvænta gesti á heimili sínu.