Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir skrifar 20. október 2024 23:30 Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Nú fer að líða á alþingiskosningum og því er ærin ástæða til að hvetja ungmenni til að beita gagnrýnni hugsun við ákvarðanatöku um nýtingu á mikilvægu atkvæði hvers og eins. Þetta á reyndar við um ákvarðanatöku í margbreytilegum þáttum lífsins, sérstaklega þegar kemur að flóknum samfélagsmálefnum. Það er alls ekki nóg að velja sér einfalda, tilfinningahlaðna afstöðu í mikilvægum málum sem eru marglaga og krefjandi. Fremur er vert að skoða allar hliðar mála og ræða þau af yfirvegun og skynsemi. Ég hef upplifað það margsinnis að hópar skipast í tvennt þegar kemur að umdeildum málefnum, þar sem óhóflega mikil togstreita skapast, fylgt eftir af gildishlöðnum hugtökum og tilfinningaríkum rökum. Þessi spenna getur myndast á kaffistofum, við matarborðið, og ekki síst í margskonar samfélagsmiðlaumræðum. Þessi skautuðu viðhorf birtast yfirleitt á eftirfarandi máta: Annar hópurinn byggir gjarnan á hugmyndafræði sem leggur áherslu á umburðarlyndi, samhyggð og mannréttindi, en lítur þó mögulega framhjá öðrum mikilvægum og flóknum þáttum mála. Hinn hópurinn leggur meiri áherslu á margþættari raunveruleika, röksemdafærslu og gagnrýnar staðreyndir, og færir mögulega rök fyrir að ástandið sé flóknara en það virðist í fyrstu. Ólíkir hópar ættu fremur að leitast við að skapa uppbyggilegt samtal frekar en átök, þar sem báðar hliðar fá pláss. Það er mikilvægt að hlusta með virðingu og spyrja: „Er möguleiki á að hin hliðin viti eitthvað sem ég veit ekki?“ Þar að auki, er mikilvægt að nemendur læri að beita gagnrýnni hugsun innan veggja skólakerfisins. Nemendur þurfa forðast að taka persónulegum pólítískum skoðunum kennara sem algildum sannleika þegar fjallað er um samfélagsleg málefni. Nemendur eru ekki eins og flokkaður varningur á færibandi. Mikilvægt er að ungmennum sé kennt að skoða málefni sjálf með gagnrýnum hætti og leita sér upplýsinga úr fjölbreyttum og áreiðanlegum miðlum. Einnig er varhugavert að láta gegnsýra sig af bergmálshellum samfélagsmiðla, þar sem einhæf sjónarmið og staðfestingavillur gera vart við sig. Slíkir miðlar kynda gjarnan undir hjarðhegðun, þar sem einstaklingar grípa slagorðakenndar setningar umsvifalaust til að styðja málstaði, eða jafnvel til að upphefja sjálfa sig og sýna yfirborðskennda góðmennsku. Þar að auki er vert að nefna að ein af þeim hættum sem við stöndum nú frammi fyrir er svokölluð „cancel culture.“ Þegar fólk er smánað eða útskúfað fyrir að tjá skoðanir sem ekki falla að ríkjandi viðhorfum, veldur það ótta og þöggun í umræðunni. Margir einstaklingar óttast að vera ósammála í opinberri umræðu, því það leiðir oft til persónulegra árása á eiginleika þeirra, sem er form af kúgun. Þessi skaðlega menning dregur úr möguleikum á skynsamlegu samtali á milli ólíkra sjónarmiða og gerir erfiðara að leysa samfélagsleg vandamál með opnum umræðum. Í öllum samræðum, sem eiga sér stað á ýmsum vettvangi í samfélaginu, eigum við að leggja áherslu á málefnalega umræðu, skynsemi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Þeir sem taka þátt í umræðum ættu að fá að gera það án ótta við niðurlægingu eða persónulegar árásir. Það er nauðsynlegt að við leitum lausna í sameiningu, frekar en að festast í átökum sökum ofureinfaldra og skaðlegra hugmyndafræða. Við ungt fólk þurfum að taka okkar pláss í umræðunni, vera gagnrýnin á okkur sjálf, og leitast við að vera uppbyggileg og málefnaleg. Forðumst eftir fremsta megni að stökkva um borð öfgafullra skoðanavagna án þess að kynna okkur málin. Að lokum vil ég undirstrika að skynsemi er lykillinn að farsælum samskiptum og upplýstri ákvarðanatöku! Höfundur er sálfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og hefur lokið námi ífélagsfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar