Grindavíkurbær nú opinn almenningi Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2024 07:55 Grindavík hefur verið lokuð flestum frá 10. nóvember á síðasta ári þegar bærinn var rýmdur. Myndin er tekin í julí síðastliðinn. Vísir/Sigurjón Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. Framkvæmdanefnd um málefni bæjarins kynnti þessa ákvörðun sína fyrir helgi og var þá tekið fram að henni verði breytt hið snarasta, verði hættustigi lýst yfir á nýjan leik vegna eldgosa eða jarðhræringa. Svæðið er nú á óvissustigi og lögreglan segir margar hættur leynast í bænum og á svæðinu þar í kring. Þannig séu opin svæði í nágrenninu viðsjárverð enda hafi þau ekki veið skoðuð sérstaklega. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að fólk gangi á fjallið Þorbjörn, Hagafell eða önnur nærliggjandi fjöll. Einnig liggi opnar sprungur við Nesveg og á Hópsnesi. Ítrekað er á heimasíðu bæjarins að ferðamenn séu á eigin ábyrgð í náttúru Íslands og sérstaklega er tekið fram að Grindavík sé ekki ákjósanlegur staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar er heldur ekkert skóla- og íþróttastarf og stendur ekki til að breyta því í bráð. Einnig er vakin athygli á því að sjálfar gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári. Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39 Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni bæjarins kynnti þessa ákvörðun sína fyrir helgi og var þá tekið fram að henni verði breytt hið snarasta, verði hættustigi lýst yfir á nýjan leik vegna eldgosa eða jarðhræringa. Svæðið er nú á óvissustigi og lögreglan segir margar hættur leynast í bænum og á svæðinu þar í kring. Þannig séu opin svæði í nágrenninu viðsjárverð enda hafi þau ekki veið skoðuð sérstaklega. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að fólk gangi á fjallið Þorbjörn, Hagafell eða önnur nærliggjandi fjöll. Einnig liggi opnar sprungur við Nesveg og á Hópsnesi. Ítrekað er á heimasíðu bæjarins að ferðamenn séu á eigin ábyrgð í náttúru Íslands og sérstaklega er tekið fram að Grindavík sé ekki ákjósanlegur staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar er heldur ekkert skóla- og íþróttastarf og stendur ekki til að breyta því í bráð. Einnig er vakin athygli á því að sjálfar gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári. Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.
Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39 Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39
Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44