Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 12:35 Brynjar Níelsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa verið í þriðja sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að listar flokksins í Reykjavík verði kynntir á fimmtudag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sé „næstum frágengið“ að Brynjar verði í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í mat með Jóni Blaðamaður sló á þráðinn til Brynjars, sem sagðist vera á matsölustað með félaga sínum Jóni Gunnarssyni, „sem var kosinn út í gær.“ Brynjar virtist alveg koma af fjöllum þegar frétt Ríkisútvarpsins var borin undir hann. „Ég veit ekki hvað uppstillingarnefndin er að gera, það hefur ekki verið talað við mig allavega. Það hefur ekki verið sagt mér, eins og maðurinn sagði.“ Dugði ekki til síðast Brynjar hefur lýst því yfir að hann muni íhuga það alvarlega að taka sæti á lista Sjálfstæðismanna, yrði óskað eftir því. „Það verður bara að koma í ljós. Þetta er ekki alveg í mínum höndum og ég veit ekki hvort menn vilji fá mig. Það verður bara að koma í ljós.“ Ljóst er að fái Brynjar þriðja sætið á hann harða kosningabaráttu fyrir höndum en hann skipaði sama sæti í kosningunum árið 2021. Það dugði honum nokkuð óvænt ekki til að komast inn á Alþingi. Reykjavíkurkjördæmi norður Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í frétt Ríkisútvarpsins segir að listar flokksins í Reykjavík verði kynntir á fimmtudag og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sé „næstum frágengið“ að Brynjar verði í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í mat með Jóni Blaðamaður sló á þráðinn til Brynjars, sem sagðist vera á matsölustað með félaga sínum Jóni Gunnarssyni, „sem var kosinn út í gær.“ Brynjar virtist alveg koma af fjöllum þegar frétt Ríkisútvarpsins var borin undir hann. „Ég veit ekki hvað uppstillingarnefndin er að gera, það hefur ekki verið talað við mig allavega. Það hefur ekki verið sagt mér, eins og maðurinn sagði.“ Dugði ekki til síðast Brynjar hefur lýst því yfir að hann muni íhuga það alvarlega að taka sæti á lista Sjálfstæðismanna, yrði óskað eftir því. „Það verður bara að koma í ljós. Þetta er ekki alveg í mínum höndum og ég veit ekki hvort menn vilji fá mig. Það verður bara að koma í ljós.“ Ljóst er að fái Brynjar þriðja sætið á hann harða kosningabaráttu fyrir höndum en hann skipaði sama sæti í kosningunum árið 2021. Það dugði honum nokkuð óvænt ekki til að komast inn á Alþingi.
Reykjavíkurkjördæmi norður Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira