Íslenski hópurinn sem tekur fyrstu skrefin að EM 2026 Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 13:44 Ísland hefur verið fastagestur á EM frá aldamótum og ekki útlit fyrir að það breytist í bili. vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið landsliðshópinn sem í næsta mánuði byrjar nýja undankeppni fyrir EM 2026. Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36) Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Hópurinn er örlítið breyttur frá þeim hópi sem Snorri valdi fyrir HM í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Orri Freyr Þorkelsson er í vinstra horninu í stað Stivens Valencia. Hægri skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson eru einnig með en ekki þeir Arnar Freyr Arnarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Orri og Þorsteinn voru í hópnum sem mætti Grikkjum í vináttuleikjum í mars. Einhver óvissa er um þátttöku Janusar Daða Smárasonar en kona hans á von á barni en annars eru allir helstu lykilmenn landsliðsins með að þessu sinni. Snorri kvaðst á blaðamannafundi í dag vilja prófa eitthvað nýtt í línumannsstöðunni, og því kallað í Svein sem í sumar gekk í raðir Kolstad í Noregi. Búið að velja leikstað fyrir Ísland á EM Ísland hefur átt fast sæti á EM frá aldamótum og endaði í tíunda sæti á mótinu í Þýskalandi í byrjun þessa árs. Liðið byrjar undankeppni næsta EM á því að mæta Bosníu á heimavelli 6. nóvember, og Georgíu í Tbilisi sunnudaginn 10. nóvember. Ísland hefur jafnframt tryggt sér sæti á HM sem fram fer í janúar næstkomandi, og ættu leikirnir í nóvember því einnig að nýtast sem undirbúningur áður en íslenska liðið heldur til Króatíu á það mót. Handknattleikssamband Evrópu hefur þegar tilkynnt það að komist Ísland á EM 2026, sem fram fer í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, þá muni Ísland spila í riðli í Kristianstad í Svíþjóð, rétt eins og á HM 2023. Íslenski hópurinn sem mætir Bosníu og Georgíu: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson. Vinstri hornamenn: Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson. Hægri hornamenn: Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hægri skyttur: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson. Miðjumenn: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson, Janus Daði Smárason. Línu- og varnarmenn: Einar Þ. Ólafsson, Elliði Viðarsson, Sveinn Jóhannsson, Ýmir Örn Gíslason. Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Valur (271/24)Viktor Gísli Hallgrímsson, Wista Plock (58/1) Aðrir leikmenn: Aron Pálmarsson, Veszprém (177/674)Bjarki Már Elísson, Veszprém (116/397)Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (12/4)Elliði Snær Viðarsson, Vf Gummersbach (50/109)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (77/180)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (61/138)Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti (33/47)Janus Daði Smárason, Pick Szeged (84/132)Óðinn Ríkharðsson, Katten Scaffhausen (40/122)Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (86/305)Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (14/32)Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (76/214)Sveinn Jóhannsson, Kolstad (12/24)Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (3/1)Viggó Kristjánsson, Leipzig (57/163)Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (90/36)
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti