Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 14:45 Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins sem Snorri Steinn Guðjónsson stýrir. Samsett/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans. Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“ Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Aron, sem orðinn er 34 ára gamall, er genginn til liðs við Veszprém í Ungverjalandi, frá FH, og skrifaði hann undir samning sem gildir út næstu leiktíð. „Fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá er þetta auðvitað jákvætt. Maður vill hafa sína leikmenn í sem bestum liðum, en að sama skapi að spila. Hann er fara í umhverfi sem er í heimsklassa. Hann þekkir þjálfarann og fullt af leikmönnum í liðinu,“ sagði Snorri á blaðamannafundi HSÍ í höfuðstöðvum Arion í Borgartúni í dag. Aron er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem byrjar undankeppni EM 2026 á því að mæta Bosníu hér á landi 6. nóvember, og svo Georgíu í Tbilisi 10. nóvember. Hann ætti svo að vera kominn vel í gang með Veszprém þegar HM hefst í Króatíu í janúar. „Mér finnst þetta virðingarvert, að hann skuli á sínum tíma taka þá ákvörðun að flytja heim, út af alls konar hlutum, verða Íslandsmeistari með sínu uppeldisfélagi en hafa samt ennþá þetta hungur til að vilja fara út og kasta sér út í þann pakka. Þetta er örugglega ekkert auðvelt, að skilja við sitt uppeldisfélag á miðju tímabili, og þess vegna finnst mér þetta virðingarvert,“ sagði Snorri í dag. Hefði alveg getað valið önnur lið og farið auðvelda leið Landsliðsþjálfarinn sagði það sýna úr hverju Aron væri gerður, að hann veldi það að fara aftur til Veszprém eftir stormasaman viðskilnað árið 2017 þegar hann gekk í raðir Barcelona. „Mér finnst þetta lýsa karakter Arons vel. Að skilja allt eftir í reyk hjá Veszprém en vilja samt fara þangað aftur og klára óklárað verk, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hefði alveg getað valið einhver önnur lið sem voru líka á eftir honum, og farið auðvelda leið, en þetta finnst mér lýsa honum vel sem karakter.“
Landslið karla í handbolta Ungverski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira