Stefán hélt starfinu með naumindum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 18:48 Stefán Eiríksson er fyrrverandi borgarritari og lögreglustjóri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára. Fimm stjórnarmeðlimir RÚV greiddu atkvæði með því að bjóða Stefáni endurráðningarsamning en fjórir vildu auglýsa stöðuna. Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins. Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 og tók til starfa 1. mars sama ár. Í janúar í fyrra greindi Stefán sjálfur frá því að hann hygðist hætta sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lyki. Fyrr í mánuðinum sagði hann aftur á móti frá því að hann væri hættur við að hætta og hann væri reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. Samkvæmt 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal útvarpsstjóri ráðinn til fimm ára í senn og er heimilt að endurráða hann einu sinni. Fram kemur í frétt RÚV að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hafi á fundi sínum í síðustu viku ákveðið að nýta sér þá heimild, eftir að hafa óskað eftir og farið yfir greinargerð útvarpsstjóra þar sem hann gerði stjórn grein fyrir áherslum sínum og framtíðarsýn til næstu ára, fengi hann til þess umboð stjórnar. Fimm á móti fjórum Fjórir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra í stað þess að bjóða Stefáni Eiríkssyni endurráðningarsamning. Naumur meiri hluti, fimm stjórnarmenn, greiddu atkvæði með endurráðningarsamningi. Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. „Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir í færslu Ingvars. Aftur á móti segir eftirfarandi í fundargerð þess fundar sem ákvörðunin var tekin á: „Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr færslu Ingvars. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins. Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 og tók til starfa 1. mars sama ár. Í janúar í fyrra greindi Stefán sjálfur frá því að hann hygðist hætta sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lyki. Fyrr í mánuðinum sagði hann aftur á móti frá því að hann væri hættur við að hætta og hann væri reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. Samkvæmt 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal útvarpsstjóri ráðinn til fimm ára í senn og er heimilt að endurráða hann einu sinni. Fram kemur í frétt RÚV að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hafi á fundi sínum í síðustu viku ákveðið að nýta sér þá heimild, eftir að hafa óskað eftir og farið yfir greinargerð útvarpsstjóra þar sem hann gerði stjórn grein fyrir áherslum sínum og framtíðarsýn til næstu ára, fengi hann til þess umboð stjórnar. Fimm á móti fjórum Fjórir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra í stað þess að bjóða Stefáni Eiríkssyni endurráðningarsamning. Naumur meiri hluti, fimm stjórnarmenn, greiddu atkvæði með endurráðningarsamningi. Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. „Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir í færslu Ingvars. Aftur á móti segir eftirfarandi í fundargerð þess fundar sem ákvörðunin var tekin á: „Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr færslu Ingvars.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent