Tveir létust á HM í þríþraut Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 10:03 Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Myndin tengist fréttinni óbeint. Getty Tvö andlát vörpuðu skugga á lokakeppni heimsmótaraðarinnar í þríþraut sem fram fór í Torremolinos á Spáni um helgina. Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu. Þríþraut Andlát Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu.
Þríþraut Andlát Mest lesið Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti