Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 10:04 Ragnar Þór veitir þeim ráð sem hafa hugrekki til að bera að bjóða sig fram í þágu lands og þjóðar. vísir/arnar „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast. Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
Þetta ritar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hefur gefið kost á sér sem oddviti Flokks fólksins, líklega í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á Facebook-síðu sína og býr sig undir harða baráttu. „Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“ Ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat Ragnar Þór er greinilega við öllu búinn, hann er að brynja sig og bendir á að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“ Ragnar Þór segist ekki vera að kvarta en fjölskyldan hafi auðvitað þurft að finna leiðir til að umgangast slíka orðræðu, þá ekki síst elstu börnin sem eru farin að fylgjast meira með umræðu á samfélagsmiðlum. „Lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.“ Og verkalýðsleiðtoginn og verðandi pólitíkusinn segir að við þessu séu ráð. Þau hjónin hafi til að mynda ákveðið að setja sér mörk sem eru þau að fara ekki inn á samfélags- og fréttamiðla eftir kvöldmat. Það þarf hugrekki til að bjóða sig fram „Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“ Ragnar Þór segir ekki mikla von til að við sem samfélag fáum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem bjóða fram krafta sína. En því vildi hann deila þessu ráði til þeirra sem hafi hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Því þetta virki, oftast.
Flokkur fólksins Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira