Áfram á Íslandi og ætlar sér markametið Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 11:02 Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar fyrir KA, á tveggja mánaða tímabili. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017. Besta deild karla KA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Viðar átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitli KA, sem liðið tryggði sér með sigri á Víkingi í september, og skoraði sex mörk í Bestu deildinni í sumar. Hann kom til KA í vor eftir langan og litríkan feril í atvinnumennsku, en missir af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna keppnisbanns sem FIFA dæmdi hann í, vegna skuldar við búlgarska félagið CSKA 1948. Viðar verður því ekki með gegn Fram í lokaumferð Bestu deildarinnar á laugardag, þegar KA getur tryggt sér efsta sætið í neðri hluta deildarinnar, eða 7. sætið ef horft er á deildina sem eina heild. Samningur Viðars við KA rennur út í næsta mánuði og því gæti verið að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Var lengi í form en stefnir á markametið á næsta ári „Ég mun ræða við KA. Það er auðvitað leiðinlegt að enda svona [í banni], eftir að hafa unnið bikarinn og vera núna hársbreidd frá „forsetabikarnum“. En ég mun ræða við KA-menn og mér líður vel á Akureyri. Maður er bara spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Viðar í samtali við Vísi í gær. Þegar Viðar kom til Íslands í vor sagðist hann stefna á að komast aftur út í atvinnumennsku, í von um að ljúka ferlinum þar á betri nótum en í Búlgaríu. Núna segir hann hins vegar ljóst að hann spili áfram á Íslandi: „Fótbolti er tölfræði og ég átti sirka tólf leiki í byrjun móts, flesta af bekknum, þar sem ég skoraði ekki mark. Var svolítið lengi í form, ég viðurkenni það. Maður þarf að ná heilu góðu tímabili, þannig að ég er ekkert að spá í þessu í dag. Ef það kemur þá er það bónus. En núna hugsa ég um að vera á Íslandi næsta sumar og slá þetta blessaða markamet,“ segir Viðar. Markametið í efstu deild á Íslandi er sem stendur 19 mörk. Sá eini til að ná þeim fjölda á þessari öld, þrátt fyrir fjölgun leikja, er Andri Rúnar Bjarnason, núverandi leikmaður Vestra, sem skoraði 19 mörk fyrir Grindavík árið 2017.
Besta deild karla KA Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira