Hlær að töfralausnum í dreifingu við of háu kortisóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:39 Helga Ágústa segir meintar töfralausnir á samfélagsmiðlum algert rugl. Vísir/Bjarni Undanfarna mánuði hafa heilsufarsgúrúar á samfélagsmiðlum kennt of miklu kortisóli um hina ýmsu kvilla, allt frá síþreytu yfir í bólgur í andliti. Lausnina segja þeir í neyslu ýmissa náttúrulyfja. Innkirtlalæknir segir þetta rugl. Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“ Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira