Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 17:31 Chiesa hefur aðeins spilað í 78 mínútur fyrir Rauða herinn frá skiptum hans í sumar. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar. Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira