Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 10:47 Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík. Vísir/Einar Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Fyrsta barnið greindist síðdegis á þriðjudag. Alvarleg veikindi koma oft síðar fram eftir smit. Veikindin hefjast með niðurgangi sem fljótt verður blóðugur. Bakterían framleiðir eiturefni sem valda bólgum og blæðingum frá görn. Sérfræðingur á barnaspítalanum sagði við fréttastofu í gær það alvarlegast ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. Sjö börn liggja inni á spítalanum með misalvarleg einkenni. Búið er að senda nokkur sýkt börn heim en þau eru þó enn undir eftirliti. Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala. Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði sem hefur verið lokað í kjölfar smitanna. Hann er rekinn af Félagsstofnun stúdenta en verið er að taka sýni úr matvælum á leikskólanum og reyna að rekja hvaðan bakterían sem veldur sýkingunni kemur. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Fyrsta barnið greindist síðdegis á þriðjudag. Alvarleg veikindi koma oft síðar fram eftir smit. Veikindin hefjast með niðurgangi sem fljótt verður blóðugur. Bakterían framleiðir eiturefni sem valda bólgum og blæðingum frá görn. Sérfræðingur á barnaspítalanum sagði við fréttastofu í gær það alvarlegast ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. Sjö börn liggja inni á spítalanum með misalvarleg einkenni. Búið er að senda nokkur sýkt börn heim en þau eru þó enn undir eftirliti. Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala. Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði sem hefur verið lokað í kjölfar smitanna. Hann er rekinn af Félagsstofnun stúdenta en verið er að taka sýni úr matvælum á leikskólanum og reyna að rekja hvaðan bakterían sem veldur sýkingunni kemur.
Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58