Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2024 18:26 Snorri Másson fjölmiðlamaður er í framboði fyrir Miðflokkinn og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir Sósíalistaflokkinn. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þau og aðrir nýliðar í landsmálapólitík kölluðu eftir aukinni jákvæðri umræðu í stjórnmálum í Kosningapallborðinu á Vísi í dag. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík norður er þó ekki jafn bjartsýnn. „Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík“ „Ég er mjög jákvæður gagnvart framtíðinni. Ég held að við getum búið til bara epískara samfélag en nokkurs staðar annars staðar í heiminum held ég í alvörunni. Tækifærin eru slík, auðlindirnar eru slíkar, möguleikarnir eru slíkir,“ sagði Snorri Másson fjölmiðlamaður og oddvitaefni Miðflokksins í Reykjavík. Þótt Snorri og Sólveig Anna séu um margt verulega ósammála tók Sólveig Anna í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ég er að mjög mörgu leyti sammála Snorra um að ég vil að við byggjum hér á jákvæðni, að við séum uppbyggileg, að við fókuserum á þá miklu möguleika sem við höfum, að við hættum að væla,“ sagði Sólveig. Sólveig var spurð hvort Sósíalistar séu trúverðugur valkostur sem geti myndað ríkisstjórn í ljósi þess að það er yfirlýst stefna flokksins að gera ekki málamiðlanir. Sólveig Anna tók fram að hún geti ekki svarað fyrir hönd forystu Sósíalistaflokksins, sem leidd er af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í kosningunum. Hins vegar hafi hún sjálf mikla reynslu af því að gera málamiðlanir og hún geti unnið með „því sem næst hverjum sem er“ sem sé tilbúinn að setja „hagsmuni vinnandi fólks“ í öndvegi. Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakempa leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Ólafur kvaðst ánægður með jákvæðan tón í umræðunni. „Því að ég held að það skipti rosalega miklu máli gagnvart fólkinu í landinu. Það nennir enginn orðið að fylgjast með pólitík af því hún hefur verið svo neikvæð. Það er fullreynt með samstarf lengst frá vinstri og lengst til hægri, það er fullreynt. En það þýðir ekki að aðilar geti ekki talað saman,“ sagði Ólafur. Það kvað þó ekki við jafn jákvæðan tón í tilfelli Ragnars Þórs. „Það er talað hér um bjartsýni og jákvæðni en veruleikinn er annar hjá fólki sem er til dæmis að missa fasta vexti á húsnæðislánunum sínum,“ nefndi Ragnar sem dæmi. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR leiðir lista Flokks fólksins í Reykjavík norður.Vísir/Vilhelm Kosningapallborðið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent