Þau skipa efstu sætin á listum Lýðræðisflokksins Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 09:01 Arnar Þór Jónsson leiðir lista Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona hans og jógakennari skipar annað sætið. Vísir/Einar Lýðræðisflokkurinn hefur kynnt þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og stofnandi flokksins, leiðir í Suðvesturkjördæmi, Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi, í Reykjavíkurkjördæmi norður, Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður, í Reykjavíkurkjördæmi suður, Elvar Eyvindsson bóndi í Suðurkjördæmi, Gunnar Viðar Þórarinsson framkvæmdastjóri í Norðausturkjördæmi og Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í Norðvesturkjördæmi. Í tilkynningu frá flokknum segir að þessir frambjóðendur hafi það að leiðarljósi að vernda hagsmuni almennings gagnvart valdakerfinu, með megináherslu á að endurvekja sjálfsákvörðunarrétt, dreifingu valds og íslenskt fullveldi. „Lýðræðisflokkurinn var stofnaður með það markmið að auka einstaklingsfrelsi og draga úr miðstýringu ríkisvaldsins. Flokkurinn leggur áherslu á að tryggja borgurum rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin líf, sér í lagi á sviðum efnahags, atvinnumála og menningar. Með stefnu um hófsemi í ríkisútgjöldum og skattalækkanir stefnir flokkurinn að því að efla atvinnufrelsi og skapa ný tækifæri í íslensku efnahagslífi,“ segir í tilkynningunni. Athygli vekur að eiginkona Arnars Þórs, Hrafnhildur Sigurðardóttir, skipar annað sæti í Suðvesturkjördæmi. Efstu þrír frambjóðendur í hverju kjördæmi eru eftirfarandi: Suðvesturkjördæmi: 1. Arnar Þór Jónsson, lögmaður 2. Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari 3. Magnús Gehringer, framkvæmdastjóri Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Baldur Borgþórsson, ráðgjafi og fyrrverandi varaborgarfulltrúi 2. Hildur Þórðardóttir, rithöfundur 3. Þórarinn Guðbjörnsson, áhættustjóri Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Kári Allanson, lögfræðingur og tónlistarmaður 2. Ívar Orri Ómarsson, verslunareigandi 3. Elinóra Inga Sigurðardóttir, frumkvöðull og hjúkrunarfræðingur Suðurkjördæmi: 1. Elvar Eyvindsson, bóndi 2. Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri 3. Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, söngkona Norðausturkjördæmi: 1. Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri 2. Helga Dögg Sverrisdóttir, kennari og sjúkraliði 3. Bergvin Bessason, blikksmiður Norðvesturkjördæmi: 1. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 2. Ágústa Árnadóttir, snyrtifræðingur 3. Sigurður Bjarnason, kerfisfræðingur
Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira