Við ætlum áfram, ekki afturábak Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. október 2024 11:15 Á næsta ári verða liðin 50 ár frá kvennaverkfallinu árið 1975, þegar konur úr öllum samfélagshópum lögðu niður vinnu og stóðu saman með það að markmiði að berjast fyrir bættri stöðu og kjörum kvenna. Tilefnið var ærið, enda voru réttindi og staða kvenna á vinnumarkaði langtum verri en nú er. Þessi dagur var sögulegur og sýndi hversu mikill kraftur getur búið í samstöðunni. Réttindin voru ekki gefin, heldur voru þau sótt. Réttindi voru sótt Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi og stöðu kvenna á þessum tæpu 50 árum en þrátt fyrir það er staðan sú að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og konur hér á landi búa enn við misrétti og ofbeldi. Ein af hverjum þremur konum er beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og rannsóknir sýna að þrettán af hverjum hundrað konum hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar hér á landi. Fæst þessara ofbeldisverka eru tilkynnt og fá leiða til sakfellingar. Þrátt fyrir umbætur á lögum. Verkefnið Áfallasaga kvenna hefur leitt í ljós að tæpur helmingur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, tæpur fjórðungur kvenna glímir við svefnraskanir og þessi áföll eru auk þess tengd aukinni áhættu á ýmsum kvillum, líkum á að vera utan vinnumarkaðar, fæðingarþunglyndi og margs konar heilsufarsvanda. Samkvæmt könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er fjárhagsstaða kvenna verri en karla og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Störf kvenna eru enn ekki metin til jafns við störf karla á vinnumarkaði sem hefur áhrif á launamun kynjanna. Konur lifa skemur við góða heilsu en karlar og tengist það m.a. kröfum samfélagsins um að konur sinni umönnun ættingja, heimilisstörfum, barnauppeldi og svo framvegis frekar en karlar. Álagið er raunverulegt og þar bætist við þriðja vaktin, álagið sem snýst um hugræna byrði sem stendur stöðugt yfir. Að skipuleggja og hafa yfirsýn. Alltaf. Baráttunni er ekki lokið Þetta eru bara dæmi um stöðuna og þessi upptalning er engan vegin tæmandi. Allt eru þetta þó vísbendingar um að við erum ekki komin á leiðarenda. Að baráttunni er ekki lokið. Á endanum snýst baráttan um kjarnaréttindi okkar; jafnrétti okkar allra sem næst ekki nema okkur takist að koma á jöfnuði, ekki bara milli kynjanna heldur ekki síður milli jaðarsettra hópa og þeirra sem betur standa. Þar skiptir kyn höfuðmáli. Bakslag hefur orðið í réttindum kvenna um allan heim. Í Bandaríkjunum og víða í Evrópu er til dæmis þrengt að réttindum kvenna til þess að taka sjálfar ákvarðanir um eigin líkama; um þungunarrof og getnaðarvarnir, og vegið er að réttindum hinsegin fólks um heim allan. Fólk sem fer með mikil völd gerir hvað það getur til að leggja sitt að mörkum í afturförinni. Þetta er alvarlegt og Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun. Það birtist í því að umræðan færist yfir á þá braut að of mikið hafi verið gert í þágu jafnréttis, “það megi ekkert lengur”. Félagsleg norm sem við töldum í bjartsýni okkar að við hefðum náð að kveða í kútinn, um að draumur kvenna væri að eiga sér „fyrirvinnu“ í karlmanni svo hún geti verið heima og sinnt „kvenlegum“ áhugamálum sem þykja ekki merkileg, stinga upp kollinum á nýjan leik. Bakslagið birtist okkur með öðrum hætti en víða erlendis. Sagt er: “ég er nú bara að grínast, róaðu þig” „ekki vera svona viðkvæm“. En grínið er af sama stofni og það bakslag sem kynsystur okkar berjast gegn víða um heim. Og sýnir að við megum aldrei sofna á verðinum. Við verðum að segja skýrt hér á landi, við ætlum ekki til baka. Styrkleiki kvennafrídagsins á sínum tíma var meðal annars sá að hann var þverpólitískur og þveraði stéttir. Konur af öllum stéttum lögðu niður störf. Konur sem tilheyrðu sitthvorum efnahagslega og félagslega veruleikanum hittust og kröfðust þess að rödd þeirra heyrðist. Kvennaverkfallið 2023 var af sama meiði, krafturinn ólýsanlegur, samstaðan engu lík, kröfurnar skýrar. Í dag erum við minnt á að með samstöðunni náum við árangri. Það höfum við séð ítrekað. Stelpur og konur, stálp og kvár, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á næsta ári verða liðin 50 ár frá kvennaverkfallinu árið 1975, þegar konur úr öllum samfélagshópum lögðu niður vinnu og stóðu saman með það að markmiði að berjast fyrir bættri stöðu og kjörum kvenna. Tilefnið var ærið, enda voru réttindi og staða kvenna á vinnumarkaði langtum verri en nú er. Þessi dagur var sögulegur og sýndi hversu mikill kraftur getur búið í samstöðunni. Réttindin voru ekki gefin, heldur voru þau sótt. Réttindi voru sótt Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi og stöðu kvenna á þessum tæpu 50 árum en þrátt fyrir það er staðan sú að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og konur hér á landi búa enn við misrétti og ofbeldi. Ein af hverjum þremur konum er beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, og rannsóknir sýna að þrettán af hverjum hundrað konum hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar hér á landi. Fæst þessara ofbeldisverka eru tilkynnt og fá leiða til sakfellingar. Þrátt fyrir umbætur á lögum. Verkefnið Áfallasaga kvenna hefur leitt í ljós að tæpur helmingur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni, tæpur fjórðungur kvenna glímir við svefnraskanir og þessi áföll eru auk þess tengd aukinni áhættu á ýmsum kvillum, líkum á að vera utan vinnumarkaðar, fæðingarþunglyndi og margs konar heilsufarsvanda. Samkvæmt könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er fjárhagsstaða kvenna verri en karla og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Störf kvenna eru enn ekki metin til jafns við störf karla á vinnumarkaði sem hefur áhrif á launamun kynjanna. Konur lifa skemur við góða heilsu en karlar og tengist það m.a. kröfum samfélagsins um að konur sinni umönnun ættingja, heimilisstörfum, barnauppeldi og svo framvegis frekar en karlar. Álagið er raunverulegt og þar bætist við þriðja vaktin, álagið sem snýst um hugræna byrði sem stendur stöðugt yfir. Að skipuleggja og hafa yfirsýn. Alltaf. Baráttunni er ekki lokið Þetta eru bara dæmi um stöðuna og þessi upptalning er engan vegin tæmandi. Allt eru þetta þó vísbendingar um að við erum ekki komin á leiðarenda. Að baráttunni er ekki lokið. Á endanum snýst baráttan um kjarnaréttindi okkar; jafnrétti okkar allra sem næst ekki nema okkur takist að koma á jöfnuði, ekki bara milli kynjanna heldur ekki síður milli jaðarsettra hópa og þeirra sem betur standa. Þar skiptir kyn höfuðmáli. Bakslag hefur orðið í réttindum kvenna um allan heim. Í Bandaríkjunum og víða í Evrópu er til dæmis þrengt að réttindum kvenna til þess að taka sjálfar ákvarðanir um eigin líkama; um þungunarrof og getnaðarvarnir, og vegið er að réttindum hinsegin fólks um heim allan. Fólk sem fer með mikil völd gerir hvað það getur til að leggja sitt að mörkum í afturförinni. Þetta er alvarlegt og Ísland fer ekki varhluta af þessari þróun. Það birtist í því að umræðan færist yfir á þá braut að of mikið hafi verið gert í þágu jafnréttis, “það megi ekkert lengur”. Félagsleg norm sem við töldum í bjartsýni okkar að við hefðum náð að kveða í kútinn, um að draumur kvenna væri að eiga sér „fyrirvinnu“ í karlmanni svo hún geti verið heima og sinnt „kvenlegum“ áhugamálum sem þykja ekki merkileg, stinga upp kollinum á nýjan leik. Bakslagið birtist okkur með öðrum hætti en víða erlendis. Sagt er: “ég er nú bara að grínast, róaðu þig” „ekki vera svona viðkvæm“. En grínið er af sama stofni og það bakslag sem kynsystur okkar berjast gegn víða um heim. Og sýnir að við megum aldrei sofna á verðinum. Við verðum að segja skýrt hér á landi, við ætlum ekki til baka. Styrkleiki kvennafrídagsins á sínum tíma var meðal annars sá að hann var þverpólitískur og þveraði stéttir. Konur af öllum stéttum lögðu niður störf. Konur sem tilheyrðu sitthvorum efnahagslega og félagslega veruleikanum hittust og kröfðust þess að rödd þeirra heyrðist. Kvennaverkfallið 2023 var af sama meiði, krafturinn ólýsanlegur, samstaðan engu lík, kröfurnar skýrar. Í dag erum við minnt á að með samstöðunni náum við árangri. Það höfum við séð ítrekað. Stelpur og konur, stálp og kvár, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar