Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2024 11:26 Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra á verkstað við Vaðöldu í gær. Landsvirkjun Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar hafi komið saman á verkstað í gær. Segir að á svæðinu sé jarðvegsvinna hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að það sé mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“ Þá er haft eftir sveitarstjóra Rangárþings ytra, Jóni G. Valgeirssyni, að það hafi verið gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. „Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is. Tímabært að hefjast handa Í tilkynningunni segir að búið sé að velja vindmylluframleiðanda eftir útboð á fyrri hluta árs. „Verið er að ganga frá samningum og verður tilkynnt hvaða framleiðandi átti hagstæðasta tilboðið á næstu dögum. Vindmyllurnar verða reistar á árunum 2026 og 2027 og verður fyrri hluti vindorkuversins gangsettur haustið 2026.“ Þá er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann fagni því að þetta mikla nýframkvæmdatímabil hjá fyrirtækinu sé hafið. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hjólin vera farin að snúast hér á Þjórsár-Tungnaársvæðinu þar sem umfangsmiklar framkvæmdir verða næstu árin. Það er ekki bara bygging vindorkuversins hér við Vaðöldu heldur er líka um að ræða byggingu Hvammsvirkjunar og stækkun Sigölduvirkjunar. Undirbúningur þessara verkefna hefur staðið áratugum saman og tímabært að hefjast handa,“ segir Hörður. Vindorkuver í Búrfellslundi Rangárþing ytra Orkumál Vindorka Landsvirkjun Tengdar fréttir Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar hafi komið saman á verkstað í gær. Segir að á svæðinu sé jarðvegsvinna hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að það sé mikið fagnaðarefni að framkvæmdir séu hafnar við Búrfellslund. „Við vitum öll að það er mikil þörf fyrir aukna endurnýjanlega orku til að mæta vexti samfélagsins og bæta raforkuöryggi. Þetta er heillaskref í sögu þjóðarinnar og gott að sjá hversu vel hefur verið vandað til verka hjá Landsvirkjun í þessu verkefni.“ Þá er haft eftir sveitarstjóra Rangárþings ytra, Jóni G. Valgeirssyni, að það hafi verið gaman að verða vitni að þessum merku tímamótum í Íslandssögunni. „Hér hjá okkur mun fyrsti hluti þessarar þriðju stoðar orkukerfisins rísa.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is. Tímabært að hefjast handa Í tilkynningunni segir að búið sé að velja vindmylluframleiðanda eftir útboð á fyrri hluta árs. „Verið er að ganga frá samningum og verður tilkynnt hvaða framleiðandi átti hagstæðasta tilboðið á næstu dögum. Vindmyllurnar verða reistar á árunum 2026 og 2027 og verður fyrri hluti vindorkuversins gangsettur haustið 2026.“ Þá er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að hann fagni því að þetta mikla nýframkvæmdatímabil hjá fyrirtækinu sé hafið. „Það er virkilega ánægjulegt að sjá hjólin vera farin að snúast hér á Þjórsár-Tungnaársvæðinu þar sem umfangsmiklar framkvæmdir verða næstu árin. Það er ekki bara bygging vindorkuversins hér við Vaðöldu heldur er líka um að ræða byggingu Hvammsvirkjunar og stækkun Sigölduvirkjunar. Undirbúningur þessara verkefna hefur staðið áratugum saman og tímabært að hefjast handa,“ segir Hörður.
Vindorkuver í Búrfellslundi Rangárþing ytra Orkumál Vindorka Landsvirkjun Tengdar fréttir Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39 Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Búrfellslundar vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna virkjunarleyfis Orkustofnunar til handa Landsvirkjunar vegna Búrfellslundar. 11. október 2024 06:39
Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. 4. október 2024 08:04