Hvers vegna segir Lilja ekki satt? Björn B Björnsson skrifar 24. október 2024 13:02 Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid. Í grein hér á Vísi benti ég á að þessi eftiráskýring Lilju væri ekki sannleikanum samkvæm. Lilja hefði margoft sagt í ræðu og riti að hin auknu framlög væru vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þá benti ég líka á að í skýringum með fjárlagafrumvarpinu þessi ár segi beinlínis að þessi auknu framlög séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Þessu til viðbótar er hér skjáskot úr fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem fram kemur hver framlög eigi að vera í sjóðinn á næstu árum. Framlögin 2020 og 2021 skiluðu sér samkvæmt þessu plani en eftir það hófst niðurskurður Lilju sem enn stendur. Þetta plagg er skrifað árið 2019 - ÁÐUR en kovid kom til og þetta GETA ÞVÍ EKKI verið viðbótarframlög vegna kóvid - hvað sem hver segir. En Lilja heldur því enn fram í blaðagrein í gær að þessi auknu framlög hafi komið til vegna kóvid - og þar með að hún hafi ekki sagt þinginu satt í skýringum með fjárlagafrumvörpunum. Til að sanna sitt mál leggur Lilja fram eina litla fréttatilkynningu frá ráðuneyti sínu frá árinu 2020. Hér á vel við gamall en góður frasi: “Sönnunargagnið er astraltertugubb”. Í fréttatilkynningunni segir: “Samkvæmt nýrri kvikmyndastefnu verður 412 milljónum króna varið til að efla kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en alls nema framlög vegna nýrrar kvikmyndastefnu 550 milljónum kr. í frumvarpinu. Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Fréttatikynningin segir sem sagt skýrt og skorinort að viðbótarframlag í sjóðinn upp á 412 milljónir sér vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það liggur þá fyrir - og þarf ekki að ræða frekar. Það sem vantar í tilkynninguna er að skýra hvað það er sem hækkar þessa tölu upp í 550 milljónir. Það virðist hafa dottið út úr fréttatilkynningunni en síðasta setningin í henni á einmitt við um þetta framlag þegar segir: “Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Sú setning getur ekki átt við 412 milljónirnar því fréttatilkynningin segir skýrt að þar sé um að ræða framlag vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta framlag sem hækkar viðbótarframlög til Kvikmyndasjóðs í 550 milljónir var “liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar” upp á 120 milljónir sem bætt var í sjóðinn fyrr á árinu. Óskýrt orðalag fréttatilkynningarinnar er sennilega til komið vegna þess að 412 plús 120 er ekki 550 og ekki hefur gefist ráðrúm til að koma þessu heim og saman. Það þarf ekki að hafa mín orð fyrir þessu því Lilja Alfreðsdóttir tekur sjálf af öll tvímæli um þetta í grein í Morgunblaðinu sama dag og fréttatikynningin er send út. Lilja segir í greininni: “Á vormánuðum hækkuðu stjórnvöld fjárveitingar í Kvikmyndasjóð um 120 milljónir króna, til að tryggja áframhaldandi kvikmyndaframleiðslu á erfiðum tímum. Með nýju kvikmyndastefnunni verður bætt um betur, því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 eru 550 milljónir króna eyrnamerktar eflingu sjóða til framleiðslu á fjölbreyttari kvikmyndaverkum, stuðningi við sjálfsprottin kvikmyndamenningarverkefni, betri kvikmyndamenntun o.s.frv.” Þar höfum við það - af þessum 550 milljónum voru 120 milljónir vegna kóvid. Restin er “eyrnamerkt” til að efla Kvikmyndasjóð “með nýju kvikmyndastefnunni”. Ekki tímabundið - og ekki vegna kóvid. Þá er það komið á hreint. En hvers vegna segir Lilja ekki satt? Hvers vegna vill hún núna að fólk trúi því að aukin framlög í Kvikmyndasjóð 2020-2021 hafi verið vegna kóvid? Það mundi þýða að hún hafi aldrei lagt krónu til nýju kvikmyndastefnunnar - þótt bæði kvikmyndabransinn og þingmenn hafi haldið það undanfarin ár. Sú stefna hafi bara verið orðin tóm og henni hafi aldrei fylgt neinir peningar eins og lofað var. Er einhver sómi að því? Í stefnuskrá Framsóknarflokksins þar sem Lilja er varaformaður er beinlínis sagt að efla eigi íslenska kvikmyndagerð en nú þegar Lilja skilur við menningarráðuneytið eru framlög til Kvikmyndasjóðs svipuð og þau voru 2006 og afturför síðustu ára augljós öllum. Kannski er það þetta sem Lilja vill forðast; að félagar hennar í flokknum sjái að hún hefur ekki fylgt eftir stefnu flokksins í þessum málaflokki? Allir sjá í hendi sér að 50% niðurskurður á þremur árum er mikið áfall fyrir hvaða atvinnugrein sem er og það mun taka íslenska kvikmyndagerð langan tíma að ná sér á strik. Það er mjög undarlegt að sjá í grein Lilju að ráðherra viðskipta- og menningarmála virðist ekki gera sér grein fyrir því að endurgreiðslukerfið er tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs en ekki stuðningur við íslenska kvikmyndagerð. True detective er ekki íslensk kvikmynd þótt hún sé tekin hér á landi. Innan við 10% af fjármagni til íslenskra kvikmynda kemur frá endurgreiðslukerfinu enda er þar beinlínis reynt að útiloka íslenskar kvikmyndir td með háu þaki fyrir 35% endurgreiðsluna, þaki sem fáar íslenskar kvikmyndir ná. Lilja sullar þessu öllu saman eins og sjá má á línuriti sem fylgir grein hennar þar sem hún leggur saman allar endurgreiðslur og framlög í Kvikmyndasjóð, kostnað við Kvikmyndasafnið ofl og kallar þennan samslátt “Heildarframlög til kvikmyndamála” sem er splunkunýtt hugtak - en blekkir engan. Í grein sinni telur Lilja svo upp fáeina hluti sem gerðir hafa verið og til framfara horfa eins og starfslaunasjóð kvikmyndahöfunda og kvikmyndanám á háskólastigi. Þetta eru sannarlega góð mál fyrir greinina en Lilja hrósar sér líka af Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis sem hún stofnaði og var ætlað að efla framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni - en aldrei hefur komið króna í þennan sjóð - svo hann ekki neitt. Kvikmyndasjóður er forsenda þess að við getum búið til íslenskar kvikmyndir en í dag er staðan sú að sökum fjárskorts fengu aðeins tvær íslenskar kvikmyndir framleiðslustyrk á þessu ári. Það er í fyrsta sinn síðan árið 1980 sem ástandið er svo aumt. Sannleikurinn er því miður sá að Lilja Alfreðsdóttir skilur við íslenska kvikmyndagerð í sárum. Fari hún vel. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Margir kvikmyndagerðarmenn hafa haldið því fram að undanförnu að Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra segi ekki satt þegar hún segir nú að aukin framlög í Kvikmyndasjóð á árunum 2020-2021 hafi ekki verið vegna nýrrar kvikmyndastefnu - heldur vegna kóvid. Í grein hér á Vísi benti ég á að þessi eftiráskýring Lilju væri ekki sannleikanum samkvæm. Lilja hefði margoft sagt í ræðu og riti að hin auknu framlög væru vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þá benti ég líka á að í skýringum með fjárlagafrumvarpinu þessi ár segi beinlínis að þessi auknu framlög séu vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Þessu til viðbótar er hér skjáskot úr fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem fram kemur hver framlög eigi að vera í sjóðinn á næstu árum. Framlögin 2020 og 2021 skiluðu sér samkvæmt þessu plani en eftir það hófst niðurskurður Lilju sem enn stendur. Þetta plagg er skrifað árið 2019 - ÁÐUR en kovid kom til og þetta GETA ÞVÍ EKKI verið viðbótarframlög vegna kóvid - hvað sem hver segir. En Lilja heldur því enn fram í blaðagrein í gær að þessi auknu framlög hafi komið til vegna kóvid - og þar með að hún hafi ekki sagt þinginu satt í skýringum með fjárlagafrumvörpunum. Til að sanna sitt mál leggur Lilja fram eina litla fréttatilkynningu frá ráðuneyti sínu frá árinu 2020. Hér á vel við gamall en góður frasi: “Sönnunargagnið er astraltertugubb”. Í fréttatilkynningunni segir: “Samkvæmt nýrri kvikmyndastefnu verður 412 milljónum króna varið til að efla kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð en alls nema framlög vegna nýrrar kvikmyndastefnu 550 milljónum kr. í frumvarpinu. Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Fréttatikynningin segir sem sagt skýrt og skorinort að viðbótarframlag í sjóðinn upp á 412 milljónir sér vegna nýju kvikmyndastefnunnar. Það liggur þá fyrir - og þarf ekki að ræða frekar. Það sem vantar í tilkynninguna er að skýra hvað það er sem hækkar þessa tölu upp í 550 milljónir. Það virðist hafa dottið út úr fréttatilkynningunni en síðasta setningin í henni á einmitt við um þetta framlag þegar segir: “Framlagið er liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.” Sú setning getur ekki átt við 412 milljónirnar því fréttatilkynningin segir skýrt að þar sé um að ræða framlag vegna nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta framlag sem hækkar viðbótarframlög til Kvikmyndasjóðs í 550 milljónir var “liður í tímabundnu fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar” upp á 120 milljónir sem bætt var í sjóðinn fyrr á árinu. Óskýrt orðalag fréttatilkynningarinnar er sennilega til komið vegna þess að 412 plús 120 er ekki 550 og ekki hefur gefist ráðrúm til að koma þessu heim og saman. Það þarf ekki að hafa mín orð fyrir þessu því Lilja Alfreðsdóttir tekur sjálf af öll tvímæli um þetta í grein í Morgunblaðinu sama dag og fréttatikynningin er send út. Lilja segir í greininni: “Á vormánuðum hækkuðu stjórnvöld fjárveitingar í Kvikmyndasjóð um 120 milljónir króna, til að tryggja áframhaldandi kvikmyndaframleiðslu á erfiðum tímum. Með nýju kvikmyndastefnunni verður bætt um betur, því í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021 eru 550 milljónir króna eyrnamerktar eflingu sjóða til framleiðslu á fjölbreyttari kvikmyndaverkum, stuðningi við sjálfsprottin kvikmyndamenningarverkefni, betri kvikmyndamenntun o.s.frv.” Þar höfum við það - af þessum 550 milljónum voru 120 milljónir vegna kóvid. Restin er “eyrnamerkt” til að efla Kvikmyndasjóð “með nýju kvikmyndastefnunni”. Ekki tímabundið - og ekki vegna kóvid. Þá er það komið á hreint. En hvers vegna segir Lilja ekki satt? Hvers vegna vill hún núna að fólk trúi því að aukin framlög í Kvikmyndasjóð 2020-2021 hafi verið vegna kóvid? Það mundi þýða að hún hafi aldrei lagt krónu til nýju kvikmyndastefnunnar - þótt bæði kvikmyndabransinn og þingmenn hafi haldið það undanfarin ár. Sú stefna hafi bara verið orðin tóm og henni hafi aldrei fylgt neinir peningar eins og lofað var. Er einhver sómi að því? Í stefnuskrá Framsóknarflokksins þar sem Lilja er varaformaður er beinlínis sagt að efla eigi íslenska kvikmyndagerð en nú þegar Lilja skilur við menningarráðuneytið eru framlög til Kvikmyndasjóðs svipuð og þau voru 2006 og afturför síðustu ára augljós öllum. Kannski er það þetta sem Lilja vill forðast; að félagar hennar í flokknum sjái að hún hefur ekki fylgt eftir stefnu flokksins í þessum málaflokki? Allir sjá í hendi sér að 50% niðurskurður á þremur árum er mikið áfall fyrir hvaða atvinnugrein sem er og það mun taka íslenska kvikmyndagerð langan tíma að ná sér á strik. Það er mjög undarlegt að sjá í grein Lilju að ráðherra viðskipta- og menningarmála virðist ekki gera sér grein fyrir því að endurgreiðslukerfið er tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs en ekki stuðningur við íslenska kvikmyndagerð. True detective er ekki íslensk kvikmynd þótt hún sé tekin hér á landi. Innan við 10% af fjármagni til íslenskra kvikmynda kemur frá endurgreiðslukerfinu enda er þar beinlínis reynt að útiloka íslenskar kvikmyndir td með háu þaki fyrir 35% endurgreiðsluna, þaki sem fáar íslenskar kvikmyndir ná. Lilja sullar þessu öllu saman eins og sjá má á línuriti sem fylgir grein hennar þar sem hún leggur saman allar endurgreiðslur og framlög í Kvikmyndasjóð, kostnað við Kvikmyndasafnið ofl og kallar þennan samslátt “Heildarframlög til kvikmyndamála” sem er splunkunýtt hugtak - en blekkir engan. Í grein sinni telur Lilja svo upp fáeina hluti sem gerðir hafa verið og til framfara horfa eins og starfslaunasjóð kvikmyndahöfunda og kvikmyndanám á háskólastigi. Þetta eru sannarlega góð mál fyrir greinina en Lilja hrósar sér líka af Fjárfestingasjóði sjónvarpsefnis sem hún stofnaði og var ætlað að efla framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni - en aldrei hefur komið króna í þennan sjóð - svo hann ekki neitt. Kvikmyndasjóður er forsenda þess að við getum búið til íslenskar kvikmyndir en í dag er staðan sú að sökum fjárskorts fengu aðeins tvær íslenskar kvikmyndir framleiðslustyrk á þessu ári. Það er í fyrsta sinn síðan árið 1980 sem ástandið er svo aumt. Sannleikurinn er því miður sá að Lilja Alfreðsdóttir skilur við íslenska kvikmyndagerð í sárum. Fari hún vel. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun