Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2024 13:40 Traust handartak hjá Trausta og Bjarma. Vélfag Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags. „Vélfag er spennandi fyrirtæki með mikla möguleika sem byggir á sterkum grunni og tækni sem hefur sannað sig um allan heim. Bjarmi og Vélfagsteymið hafa mótað metnaðarfulla framtíðarsýn af miklu innsæi fyrir fiskvinnslu framtíðarinnar, þar sem UNO vélin mun leika stórt hlutverk. Ég er fullur tilhlökkunar og bjartsýni að takast á við allar þær áskoranir og þau tækifæri sem því fylgir með samhentum hópi starfsfólks, í nánu samstarfi með viðskiptavinum,“ segir Trausti í tilkynningu. Trausti kemur frá Controlant þar sem hann hefur leitt uppbyggingu vörusviðs félagsins á vaxtatímum síðastliðin þrjú ár. Controlant er leiðandi fyrirtæki í lausnum fyrir rauntímavöktun lyfjasendinga og gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og má segja að vöxtur þess hafi verið ævintýralegur síðustu ár. Vöxturinn hafði þó þau áhrif að fyrir tæpu ári var 79 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum. Trausti starfaði áður í tækni- og þjónustumálum fyrir sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn frá árinu 1996, þegar hann gerði lokaverkefni sitt í kerfisfræði frá TVÍ (nú Háskólinn í Reykjavík) hjá Marel. Næstu fjögur árin starfaði hann við hugbúnaðargerð fyrir íslenska sjávarútveginn þangað til hann kom aftur til Marel árið 2000. Þar sinnti hann ýmsum störfum á vaxtarárum félagsins til ársins 2020 fyrst í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu en leiddi síðan uppbyggingu- og samþættingu þjónustunets Marel frá 2013 til 2020. Frá Marel fór Trausti til Skagans 3X og leiddi tæknisvið og aðfangastýringu félagsins frá 2020-2021, áður en hann fór til Controlant. Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags er bjartsýnn á framtíð Vélfags. „Ég er fullviss um að ráðning Trausta gefi Vélfagi byr í seglin,“ segir Alfreð í tilkynningu. Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnendur Vélfags, eru ánægð á þessum tímamótum: „Fyrirtækið býr yfir miklum mannauði og þekkingu og Trausti er að okkar mati leiðtogi sem hefur bæði reynslu og kosti sem leysa slíka krafta úr læðingi. Við lítum framtíð Vélfags björtum augum enda höfum við fulla trú á að Trausti muni leiða öflugt teymi Vélfags þannig að fyrirtækið skipi sér í fremstu röð í geiranum.“ Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
„Vélfag er spennandi fyrirtæki með mikla möguleika sem byggir á sterkum grunni og tækni sem hefur sannað sig um allan heim. Bjarmi og Vélfagsteymið hafa mótað metnaðarfulla framtíðarsýn af miklu innsæi fyrir fiskvinnslu framtíðarinnar, þar sem UNO vélin mun leika stórt hlutverk. Ég er fullur tilhlökkunar og bjartsýni að takast á við allar þær áskoranir og þau tækifæri sem því fylgir með samhentum hópi starfsfólks, í nánu samstarfi með viðskiptavinum,“ segir Trausti í tilkynningu. Trausti kemur frá Controlant þar sem hann hefur leitt uppbyggingu vörusviðs félagsins á vaxtatímum síðastliðin þrjú ár. Controlant er leiðandi fyrirtæki í lausnum fyrir rauntímavöktun lyfjasendinga og gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og má segja að vöxtur þess hafi verið ævintýralegur síðustu ár. Vöxturinn hafði þó þau áhrif að fyrir tæpu ári var 79 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum. Trausti starfaði áður í tækni- og þjónustumálum fyrir sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn frá árinu 1996, þegar hann gerði lokaverkefni sitt í kerfisfræði frá TVÍ (nú Háskólinn í Reykjavík) hjá Marel. Næstu fjögur árin starfaði hann við hugbúnaðargerð fyrir íslenska sjávarútveginn þangað til hann kom aftur til Marel árið 2000. Þar sinnti hann ýmsum störfum á vaxtarárum félagsins til ársins 2020 fyrst í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu en leiddi síðan uppbyggingu- og samþættingu þjónustunets Marel frá 2013 til 2020. Frá Marel fór Trausti til Skagans 3X og leiddi tæknisvið og aðfangastýringu félagsins frá 2020-2021, áður en hann fór til Controlant. Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags er bjartsýnn á framtíð Vélfags. „Ég er fullviss um að ráðning Trausta gefi Vélfagi byr í seglin,“ segir Alfreð í tilkynningu. Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnendur Vélfags, eru ánægð á þessum tímamótum: „Fyrirtækið býr yfir miklum mannauði og þekkingu og Trausti er að okkar mati leiðtogi sem hefur bæði reynslu og kosti sem leysa slíka krafta úr læðingi. Við lítum framtíð Vélfags björtum augum enda höfum við fulla trú á að Trausti muni leiða öflugt teymi Vélfags þannig að fyrirtækið skipi sér í fremstu röð í geiranum.“
Vistaskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira