Vísar því til föðurhúsanna að hann sé „með orðljótari mönnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 15:26 Þórður (t.v.) sagðist hafa heyrt að Sigurjón væri „með orðljótari mönnum“ og bætti við að sjaldnast væri góð orka í kringum slíkt. Sjálfur segir Sigurjón það af og frá. „Ég kannast ekki alveg við þessa lýsingu á sjálfum mér,“ segir Sigurjón Þórðarson, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, eftir að hafa verið sagður „með orðljótari mönnum“. Umrædd ummæli féllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar voru Ólöf Skaftadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjóri og Þórður Gunnarsson hagfræðingur til viðtals, og ræddu um stjórnmálin. Þar sagði Þórður að hann teldi mistök hjá Flokki fólksins að taka Sigurjón í oddvitasætið, á kostnað Jakobs Frímanns Magnússonar. „Ég held að það hafi verið mistök, að taka inn Sigurjón Þórðarson fyrir norðan. Ég myndi halda kannski að það væri það kjördæmi þar sem Flokkur fólksins gæti þá klikkað. Það var einhver sem sagði við mig í dag að hann væri með orðljótari mönnum, og það er aldrei þægileg orka í kringum það,“ sagði Þórður í þættinum í gær. Heyra má umræðurnar í spilaranum hér að neðan. Segist kalla hlutina réttum nöfnum Í samtali við Vísi vill Sigurjón ekki kannast við þetta, og telur annað búa að baki slíkri fullyrðingu en að hann grípi reglulega til blótsyrða. „Það sem fer í taugarnar á Sjálfstæðismönnunum er að ég nefni hlutina hinum réttu nöfnum,“ segir Sigurjón. Þar vísar hann til Þórðar sem Sjálfstæðismanns, en Þórður bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2022. Þeir hlutir sem Sigurjón segist kalla réttum nöfnum séu meðal annars fiskveiðistjórnunarkerfið, sem hann segist telja að feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár í núverandi mynd. Segi meira um Sjálfstæðisflokkinn en Sigurjón „Að menn séu hér að afnema samkeppnislög, til dæmis, á kjötmarkaði, það auðvitað þannig að það er öfugsnúið að flokkur sem kennir sig samkeppni og frjálsræði skuli bara samþykkja það að það sé jafnvel komið á einokun hvað varðar neysluvöru fyrir almenning,“ segir Sigurjón, og vísar þar til búvörulaga sem samþykkt voru í vor. Og Sigurjón heldur áfram að nefna dæmi um það sem hann telur kveikjuna að því að hann sé kallaður orðljótur. „Ef það er að vera orðljótur að segja rétt og satt frá, þá segir það kannski frekar eitthvað um raunveruleikann og þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið,“ segir Sigurjón og kveðst viss um að þetta sé ástæða þess að hann sé kallaður orðljótur. „Ég gæti trúað því, hann nær ekkert að nefna neitt.“ Fólk fái að meta hversu hornóttur hann sé „Að ég sé orðljótasti maður landsins, ég kannast ekki við það, og að það sé einhver slæm orka í kringum mig. Það er bara er ekki þannig,“ segir Sigurjón. Hann segist því geta sagt, fullum fetum, að þarna fari ekki rétt lýsing á honum. „Ég held því miður, eða sem betur fer, að ég geti nú varla staðið undir því án þess að ég viti nákvæmlega hvernig það mat færi fram.“ Hann hafi þegar ferðast víða um kjördæmið sitt, sé vel tekið og vinni með góðu fólki. Það sé ánægjulegt að vera kominn á fullt í framboð. „Við sem erum að gefa okkur í það að taka þátt í stjórnmálum, geri það af einlægni og góðum hug, geri það fyrir sjávarbyggðirnar, Grímsey og hag landsins, Mér finnst þetta kannski ekki alveg rétt kynning á mér þegar ég er að stíga mín fyrstu skref sem oddviti í Norðausturkjördæmi. Mér þætti ekkert óeðlilegt að áheyrendur Bylgjunnar fengju að vega það og meta, hvort maður sé jafn hornóttur og þessi sérfræðingur gefur í skyn.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Umrædd ummæli féllu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar voru Ólöf Skaftadóttir ráðgjafi og hlaðvarpsstjóri og Þórður Gunnarsson hagfræðingur til viðtals, og ræddu um stjórnmálin. Þar sagði Þórður að hann teldi mistök hjá Flokki fólksins að taka Sigurjón í oddvitasætið, á kostnað Jakobs Frímanns Magnússonar. „Ég held að það hafi verið mistök, að taka inn Sigurjón Þórðarson fyrir norðan. Ég myndi halda kannski að það væri það kjördæmi þar sem Flokkur fólksins gæti þá klikkað. Það var einhver sem sagði við mig í dag að hann væri með orðljótari mönnum, og það er aldrei þægileg orka í kringum það,“ sagði Þórður í þættinum í gær. Heyra má umræðurnar í spilaranum hér að neðan. Segist kalla hlutina réttum nöfnum Í samtali við Vísi vill Sigurjón ekki kannast við þetta, og telur annað búa að baki slíkri fullyrðingu en að hann grípi reglulega til blótsyrða. „Það sem fer í taugarnar á Sjálfstæðismönnunum er að ég nefni hlutina hinum réttu nöfnum,“ segir Sigurjón. Þar vísar hann til Þórðar sem Sjálfstæðismanns, en Þórður bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík árið 2022. Þeir hlutir sem Sigurjón segist kalla réttum nöfnum séu meðal annars fiskveiðistjórnunarkerfið, sem hann segist telja að feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár í núverandi mynd. Segi meira um Sjálfstæðisflokkinn en Sigurjón „Að menn séu hér að afnema samkeppnislög, til dæmis, á kjötmarkaði, það auðvitað þannig að það er öfugsnúið að flokkur sem kennir sig samkeppni og frjálsræði skuli bara samþykkja það að það sé jafnvel komið á einokun hvað varðar neysluvöru fyrir almenning,“ segir Sigurjón, og vísar þar til búvörulaga sem samþykkt voru í vor. Og Sigurjón heldur áfram að nefna dæmi um það sem hann telur kveikjuna að því að hann sé kallaður orðljótur. „Ef það er að vera orðljótur að segja rétt og satt frá, þá segir það kannski frekar eitthvað um raunveruleikann og þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið,“ segir Sigurjón og kveðst viss um að þetta sé ástæða þess að hann sé kallaður orðljótur. „Ég gæti trúað því, hann nær ekkert að nefna neitt.“ Fólk fái að meta hversu hornóttur hann sé „Að ég sé orðljótasti maður landsins, ég kannast ekki við það, og að það sé einhver slæm orka í kringum mig. Það er bara er ekki þannig,“ segir Sigurjón. Hann segist því geta sagt, fullum fetum, að þarna fari ekki rétt lýsing á honum. „Ég held því miður, eða sem betur fer, að ég geti nú varla staðið undir því án þess að ég viti nákvæmlega hvernig það mat færi fram.“ Hann hafi þegar ferðast víða um kjördæmið sitt, sé vel tekið og vinni með góðu fólki. Það sé ánægjulegt að vera kominn á fullt í framboð. „Við sem erum að gefa okkur í það að taka þátt í stjórnmálum, geri það af einlægni og góðum hug, geri það fyrir sjávarbyggðirnar, Grímsey og hag landsins, Mér finnst þetta kannski ekki alveg rétt kynning á mér þegar ég er að stíga mín fyrstu skref sem oddviti í Norðausturkjördæmi. Mér þætti ekkert óeðlilegt að áheyrendur Bylgjunnar fengju að vega það og meta, hvort maður sé jafn hornóttur og þessi sérfræðingur gefur í skyn.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira