Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Leikskólinn Óskaland er í Hveragerði. Hveragerði Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. Smit barnsins var staðfest í dag samkvæmt frétt RÚV og verður því tveimur deildum á leikskólanum lokað á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum segir deildirnar tvær í öðru húsi á lóðinni og barnið hafi aðeins verið þar á meðan það var í aðlögun. Barnið hafi verið í tvo daga í leikskóla í vikunni en svo tilkynnt lasið í gær. Það hafi ekki farið í aðalhúsið og því sé ekki talin þörf á að sótthreinsa þar líka. Börnin á deildunum tveimur verða heima á meðan lokað er. „Ef við verðum búnar að þessu snemma þá munu þau geta komið en við sjáum hvernig okkur miðar,“ segir Gunnvör í samtali við fréttastofu. Hún telur ólíklegt að barnið hafi smitað önnur börn. „Það hringdi hérna kona frá sóttvarnalækni sem sagði það ólíklegt,“ segir hún en að leikskólinn gæti fyllsta öryggis samt sem áður. 27 börn veik Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik af E. coli. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Smit barnsins var staðfest í dag samkvæmt frétt RÚV og verður því tveimur deildum á leikskólanum lokað á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum segir deildirnar tvær í öðru húsi á lóðinni og barnið hafi aðeins verið þar á meðan það var í aðlögun. Barnið hafi verið í tvo daga í leikskóla í vikunni en svo tilkynnt lasið í gær. Það hafi ekki farið í aðalhúsið og því sé ekki talin þörf á að sótthreinsa þar líka. Börnin á deildunum tveimur verða heima á meðan lokað er. „Ef við verðum búnar að þessu snemma þá munu þau geta komið en við sjáum hvernig okkur miðar,“ segir Gunnvör í samtali við fréttastofu. Hún telur ólíklegt að barnið hafi smitað önnur börn. „Það hringdi hérna kona frá sóttvarnalækni sem sagði það ólíklegt,“ segir hún en að leikskólinn gæti fyllsta öryggis samt sem áður. 27 börn veik Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik af E. coli. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira