Tveimur deildum á leikskóla í Hveragerði lokað vegna E.coli smits Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 18:31 Leikskólinn Óskaland er í Hveragerði. Hveragerði Tvær deildir á leikskólanum Óskalandi í Hveragerði verða lokaðar á morgun eftir að barn á leikskólanum greindist með E.coli í dag. Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að barnið var í leikskólanum Mánagarði en hóf aðlögun í Óskalandi á mánudag. Smit barnsins var staðfest í dag samkvæmt frétt RÚV og verður því tveimur deildum á leikskólanum lokað á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum segir deildirnar tvær í öðru húsi á lóðinni og barnið hafi aðeins verið þar á meðan það var í aðlögun. Barnið hafi verið í tvo daga í leikskóla í vikunni en svo tilkynnt lasið í gær. Það hafi ekki farið í aðalhúsið og því sé ekki talin þörf á að sótthreinsa þar líka. Börnin á deildunum tveimur verða heima á meðan lokað er. „Ef við verðum búnar að þessu snemma þá munu þau geta komið en við sjáum hvernig okkur miðar,“ segir Gunnvör í samtali við fréttastofu. Hún telur ólíklegt að barnið hafi smitað önnur börn. „Það hringdi hérna kona frá sóttvarnalækni sem sagði það ólíklegt,“ segir hún en að leikskólinn gæti fyllsta öryggis samt sem áður. 27 börn veik Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik af E. coli. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Smit barnsins var staðfest í dag samkvæmt frétt RÚV og verður því tveimur deildum á leikskólanum lokað á morgun á meðan þær eru sótthreinsaðar. Gunnvör Kolbeinsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum segir deildirnar tvær í öðru húsi á lóðinni og barnið hafi aðeins verið þar á meðan það var í aðlögun. Barnið hafi verið í tvo daga í leikskóla í vikunni en svo tilkynnt lasið í gær. Það hafi ekki farið í aðalhúsið og því sé ekki talin þörf á að sótthreinsa þar líka. Börnin á deildunum tveimur verða heima á meðan lokað er. „Ef við verðum búnar að þessu snemma þá munu þau geta komið en við sjáum hvernig okkur miðar,“ segir Gunnvör í samtali við fréttastofu. Hún telur ólíklegt að barnið hafi smitað önnur börn. „Það hringdi hérna kona frá sóttvarnalækni sem sagði það ólíklegt,“ segir hún en að leikskólinn gæti fyllsta öryggis samt sem áður. 27 börn veik Alls eru nú 27 börn á leikskólanum Mánagarði veik af E. coli. Af þeim eru fjögur inniliggjandi. Tvö þeirra sem eru inniliggjandi eru á gjörgæslu og þurfa bæði að öllum líkindum að fara í nýrnaskilun. Þetta staðfestir Andri Ólafsson samskiptastjóri Landspítalans. Greint var frá því fyrr í dag að rannsókn á uppruna smitanna væri fullum gangi. Sóttvarnalæknir sagði þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Hveragerði Heilbrigðismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira