Starfsfólk Mánagarðs í áfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 19:16 Soffía Emelía Bragadóttir er leikskólastjóri Mánagarðs. Vísir/Einar Tvö börn af leikskólanum Mánagarði í Reykjavík eru á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar. Leikskólastjórinn segir alla starfsmenn skólans vera í áfalli vegna málsins. Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Tuttugu og sjö börn af leikskólanum hafa greinst með e. coli og fjögur liggja inni á spítala vegna sýkingar. Tvö þeirra eru á gjörgæslu vegna alvarleika veikinda. Hin 23 börnin hafa verið send heim eru ekki með jafn alvarleg einkenni og eru undir eftirliti starfsmanna Landspítalans. Fyrsta smitið greindist á þriðjudag og að sögn sóttvarnalæknis eru allar líkur á að sýkingin komi úr mat sem börnin borðuðu. Rannsókn á upprunanum stendur yfir en tekur sinn tíma og óvíst hvort beri árangur. Meðal annars er til skoðunar hvort rekja megi sýkinguna til nautahakks sem börnin borðuðu fyrir helgi. Dæmi eru um að E. coli finnist í nautahakki. Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, segir starfsmenn senda börnum og foreldrum þeirra kærar kveðjur. Starfsfólkið sé miður sín. „Við erum með alveg stórkostlegan foreldrahóp. Foreldrarnir hafa tekið þessu ótrúlega vel og sýnt þessu skilning. En að sjálfsögðu er fólk í áfalli, það gefur auga leið. Bæði starfsfólk og foreldrar. Og auðvitað er hugur allra hjá börnunum sem eru best veik uppi á barnaspítala,“ segir Soffía. Á leikskólanum eru rúmlega 120 börn.Vísir/Einar Leikskólinn verður sótthreinsaður á morgun frá toppi til táar. Soffía segir samstarf stjórnenda við heilbrigðisyfirvöld ganga afar vel. „Maður er í losti, maður er í adrenalínrússi. Bara að reyna að finna út úr þessu, finna hvað gerðist. Vinna með sóttvarnaryfirvöldum, heilbrigðiseftirliti, senda réttar upplýsingar til foreldra. Þetta er bara risa, risa, risa, risastórt verkefni,“ segir Soffía.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira