Sendi út neyðarkall vegna meðmælasöfnunar Vinstri grænna Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 23:02 Ragnar Auðun tók við sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna á þessu ári. Vinstri græn Ragnar Auðun Árnason framkvæmdastjóri Vinstri grænna sendi í morgun neyðarkall á félaga í Vinstri grænum og sagði meðmælasöfnun áhyggjuefni. Hann segist ekki hafa sömu áhyggjur í kvöld. Meðmælasöfnun gangi vel en sé þó ekki lokið. Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Meðmælasöfnun lýkur þann 31. október en hvert framboð þarf að ná lágmarksfjölda í hverju kjördæmi fyrir sig til að geta boðið fram. Í færslu sem Ragnar setti inn í lokaðan hóp fyrir félaga í Vinstri grænum í morgun sagði hann mikið verk fyrir höndum til að ná lágmarksfjölda. „Staðan í söfnun meðmælenda er áhyggjuefni, en nú eru sex dagar í skil og mikið verk fyrir höndum að ná lágmarksfjölda meðmælenda, hvað þá hámarksfjölda,“ sagði Ragnar í færslu sinni. Því yrði sett upp úthringiver á skrifstofu flokksins um helgina. Þá hvatti hann fólk til þess að senda hlekkinn á sem flesta. Ragnar sendi þennan póst í morgun inn á lokaðan hóp Vinstri grænna. Það virðist vera það sem þurfti.Facebook Á vef island.is kemur fram að fólk með kosningarétt getur mælt með framboði, en aðeins einu. Hægt er að afturkalla meðmæli og mæla með öðru framboði þar til söfnin lýkur. Lögheimili meðmælanda ræður því í hvaða kjördæmi hann mælir með stjórnmálasamtökum. Komin í eða við lágmark „Við erum komin í og við lágmark í nánast öllum kjördæmum núna,“ segir Ragnar Auðun í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni í morgun og því sent út þennan póst til félagsmanna. „Þegar fólk var sett af stað þá reddaðist þetta bara. Það er alltaf bras að fá fólk til að setjast niður og bögga vini sína. En þegar þetta er sett upp svona þá bæði hafa fréttamenn áhuga og félagar taka því alvarlegar og senda ekki bara á mömmu og pabba.“ Hann segir lágmarkið þó ekki markmiðið. „Við munum alltaf fara rúmlega til að vera örugg. Ég hef miklu minni áhyggjur í kvöld en ég hafði í morgun. Meðmælin voru að tikka inn í allan dag.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33 Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 19:21
Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. 23. október 2024 12:33
Þau skipa lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. 23. október 2024 07:34