Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. október 2024 13:34 Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Er það vegna þess að þeir eru svo áhrifamiklir? Eða er eitthvað meira á bak við þetta? Ef þetta er skoðað út frá sjónarhorni fatlaðs einstaklings tengist þetta líka. Leikur hinna ófötluðu Í þessari stóru sirkusvél samfélagsins er dagskrávaldið mikið eins og að stjórna hvaða skemmtiatriði á að keyra næst. Hver fær að klæða sig upp, hver fær að hoppa inn í sviðsljósið og hver fær að sitja út í horni með poppið og horfa á? Að hafa dagskrávaldið þýðir að ákveða hvað skiptir máli, hver fær athygli og hver ekki. Og í þessum plönum virðast Bjarni og Simmi alltaf hafa allt í hendi sér. Á því að fá að ræða sín mál, er alltaf ýtt til hliðar? Það er eins og þeir sem stjórna dagskránni geri sér upp fallega ímynd sem góðar manneskjur og skreyta sig með fjöðrum góðmennskunnar. Þeir fá skjal fyrir það hversu vel þeir koma fram við fatlað fólk – og það fer vel í kosningaloforðaspjall. En á sama tíma eru raunverulegar áhyggjur fatlaðra troðnar undir í sukkinu, því þau mál komast ekki á dagskrána. Hvers vegna komast sumir á dagskrá en aðrir ekki? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef verið að skoða, þá virðist það þannig að hægriflokkar og jafnvel öfgaflokkar fái oft meiri athygli fyrir kosningar af einfaldri ástæðu: þeir spila á ótta, öryggiskennd og þjóðernistengdar áhyggjur. Það eru þessir flokkar sem koma fram og segja: "Við erum að vernda landið!" og fjölmiðlar, sem elska dramatík, elta. Fyrir vikið fá þeir meira pláss á sviðinu og öðlast þannig stjórn á því hvaða mál eru rædd. En hvað með þau mál sem eru kannski ekki eins "spennandi" í fréttum? Eins og réttindabaráttu fatlaðra, sem fá sjaldan nægilega umfjöllun nema þegar eitthvað kviknar einhverstaðar eða einhver deyr? Það er svolítið þannig að þessi mál komast aldrei á blað vegna þess að þau passa ekki í þann ramma sem fjölmiðlar elska: hávaði, átök, öryggisógnir. Í staðinn er fatlað fólk sett út í horn, enda ekki eins "áhugavert" þegar litið er til kosningabaráttu eða stórra fjölmiðlaskandala. Þegar Simmi býður þér kaffi Svo erum við aftur komin að þessu: Bjarni og Simmi, þessir glaðlyndu stjórnmálamenn, þeir sem virðast alltaf eiga kaffibolla tilbúinn og vera tilbúnir að ræða "stóru málin." Þeir taka þátt í umtali, tala hátt og mikið og nýta sér fjölmiðlahringrásina til að tryggja að þeirra sjónarmið séu ofarlega á baugi. Þetta er bæði spuni og stjórnmálaleikur. Ef einhver spyr þá um málefni fatlaðra, svara þeir glaðlega og segja: "Auðvitað stöndum við með ykkur! Við viljum gera allt fyrir ykkur!" En samt… breytist lítið. Það er oft þannig að fatlað fólk verður útundan í stóru umræðunni, þar sem það er haldið niðri af valdakerfi sem er hannað af ófötluðu fólki fyrir ófatlaða. Þeir sem sitja við borðið og ákveða dagskrána (já, hér eru það aftur Bjarni og Simmi) telja sig svo góðhjartaða fyrir að setja "fötluð mál" á lista yfir góðmennskuverk sín, en gefa þeim samt aldrei nægilegt vægi. Í raun eru það alltaf "stóru drengirnir" sem tala, á meðan þeir sem þurfa að heyra í raun eru hunsaðir. Á hvern treystum við? Þegar allt kemur til alls, er það spurning um vald. Bjarni og Simmi eru kannski bara dæmigerðar myndir af því hvernig valdafólk virkar: þeir vilja líta út fyrir að vera góðir, en raunverulega vilja þeir bara stjórna. Og þegar þeir ákveða dagskrána, þá verður litla rödd fatlaðra oftar en ekki undir, því hún passar ekki við sjónarmið þeirra um hvað sé "mikilvægt." Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar elska þá sem gera mestan hávaða, en kannski er það líka vegna þess að þeir sem stjórna samfélagsumræðu eru enn fastir í gömlu mynsturunum, að gefa stærstu röddunum pláss á kostnað þeirra sem þurfa það mest. Ég er farin í kaffi... Þannig er það. Bjarni og Simmi halda áfram að stjórna dagskránni, á meðan hinir horfa á af hliðarlínunni. Það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann vitni að því að dagskráin taki breytingum og hlustun verði meiri á þá sem eiga erfiðara með að láta í sér heyra. Eða þá að Bjarni og Simmi komi og bjóði okkur öllum í kaffi — aftur. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi sem drekkur ekki kaffi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Er það vegna þess að þeir eru svo áhrifamiklir? Eða er eitthvað meira á bak við þetta? Ef þetta er skoðað út frá sjónarhorni fatlaðs einstaklings tengist þetta líka. Leikur hinna ófötluðu Í þessari stóru sirkusvél samfélagsins er dagskrávaldið mikið eins og að stjórna hvaða skemmtiatriði á að keyra næst. Hver fær að klæða sig upp, hver fær að hoppa inn í sviðsljósið og hver fær að sitja út í horni með poppið og horfa á? Að hafa dagskrávaldið þýðir að ákveða hvað skiptir máli, hver fær athygli og hver ekki. Og í þessum plönum virðast Bjarni og Simmi alltaf hafa allt í hendi sér. Á því að fá að ræða sín mál, er alltaf ýtt til hliðar? Það er eins og þeir sem stjórna dagskránni geri sér upp fallega ímynd sem góðar manneskjur og skreyta sig með fjöðrum góðmennskunnar. Þeir fá skjal fyrir það hversu vel þeir koma fram við fatlað fólk – og það fer vel í kosningaloforðaspjall. En á sama tíma eru raunverulegar áhyggjur fatlaðra troðnar undir í sukkinu, því þau mál komast ekki á dagskrána. Hvers vegna komast sumir á dagskrá en aðrir ekki? Samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef verið að skoða, þá virðist það þannig að hægriflokkar og jafnvel öfgaflokkar fái oft meiri athygli fyrir kosningar af einfaldri ástæðu: þeir spila á ótta, öryggiskennd og þjóðernistengdar áhyggjur. Það eru þessir flokkar sem koma fram og segja: "Við erum að vernda landið!" og fjölmiðlar, sem elska dramatík, elta. Fyrir vikið fá þeir meira pláss á sviðinu og öðlast þannig stjórn á því hvaða mál eru rædd. En hvað með þau mál sem eru kannski ekki eins "spennandi" í fréttum? Eins og réttindabaráttu fatlaðra, sem fá sjaldan nægilega umfjöllun nema þegar eitthvað kviknar einhverstaðar eða einhver deyr? Það er svolítið þannig að þessi mál komast aldrei á blað vegna þess að þau passa ekki í þann ramma sem fjölmiðlar elska: hávaði, átök, öryggisógnir. Í staðinn er fatlað fólk sett út í horn, enda ekki eins "áhugavert" þegar litið er til kosningabaráttu eða stórra fjölmiðlaskandala. Þegar Simmi býður þér kaffi Svo erum við aftur komin að þessu: Bjarni og Simmi, þessir glaðlyndu stjórnmálamenn, þeir sem virðast alltaf eiga kaffibolla tilbúinn og vera tilbúnir að ræða "stóru málin." Þeir taka þátt í umtali, tala hátt og mikið og nýta sér fjölmiðlahringrásina til að tryggja að þeirra sjónarmið séu ofarlega á baugi. Þetta er bæði spuni og stjórnmálaleikur. Ef einhver spyr þá um málefni fatlaðra, svara þeir glaðlega og segja: "Auðvitað stöndum við með ykkur! Við viljum gera allt fyrir ykkur!" En samt… breytist lítið. Það er oft þannig að fatlað fólk verður útundan í stóru umræðunni, þar sem það er haldið niðri af valdakerfi sem er hannað af ófötluðu fólki fyrir ófatlaða. Þeir sem sitja við borðið og ákveða dagskrána (já, hér eru það aftur Bjarni og Simmi) telja sig svo góðhjartaða fyrir að setja "fötluð mál" á lista yfir góðmennskuverk sín, en gefa þeim samt aldrei nægilegt vægi. Í raun eru það alltaf "stóru drengirnir" sem tala, á meðan þeir sem þurfa að heyra í raun eru hunsaðir. Á hvern treystum við? Þegar allt kemur til alls, er það spurning um vald. Bjarni og Simmi eru kannski bara dæmigerðar myndir af því hvernig valdafólk virkar: þeir vilja líta út fyrir að vera góðir, en raunverulega vilja þeir bara stjórna. Og þegar þeir ákveða dagskrána, þá verður litla rödd fatlaðra oftar en ekki undir, því hún passar ekki við sjónarmið þeirra um hvað sé "mikilvægt." Kannski er það vegna þess að fjölmiðlar elska þá sem gera mestan hávaða, en kannski er það líka vegna þess að þeir sem stjórna samfélagsumræðu eru enn fastir í gömlu mynsturunum, að gefa stærstu röddunum pláss á kostnað þeirra sem þurfa það mest. Ég er farin í kaffi... Þannig er það. Bjarni og Simmi halda áfram að stjórna dagskránni, á meðan hinir horfa á af hliðarlínunni. Það er spurning hvort við verðum nokkurn tímann vitni að því að dagskráin taki breytingum og hlustun verði meiri á þá sem eiga erfiðara með að láta í sér heyra. Eða þá að Bjarni og Simmi komi og bjóði okkur öllum í kaffi — aftur. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi sem drekkur ekki kaffi
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun