Úrvalsdeildin hefst á Selfossi í kvöld: „Erum að breiða út fagnaðarerindið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2024 10:02 Matthías Örn Friðriksson mætir Lukasz Knapik í 1. umferð fyrsta keppniskvölds úrvalsdeildarinnar í pílukasti. íps Sextán fremstu pílukastarar landsins munu leiða saman hesta sína í úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefst í kvöld. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í ár. Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Alls eru keppniskvöldin í úrvalsdeildinni sjö. Fimm þeirra fara fram á Bullseye við Snorrabraut en eitt í Sjallanum á Akureyri og í kvöld liggur leiðin svo á Sviðið á Selfossi þar sem keppni í úrvalsdeildinni hefst. Sem fyrr sagði er fyrirkomulagið með öðru sniði en í fyrra. Ekki verður keppt í riðlum heldur er keppendum skipt í átta manna hópa sem raðað er í samkvæmt fjórum styrkleikaflokkum. Keppendur safna stigum og freista þess fyrst að komast í undanúrslit og svo úrslitin sem fara fram á Bullseye laugardaginn 7. desember. Matthías Örn Friðriksson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Ekki einungis við að undirbúa sig fyrir að keppa á fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar heldur einnig að skipuleggja hana en hann er formaður stjórnar Íslenska pílukastssambandsins. „Við erum að prófa nýtt og fara á aðra staði og reyna að búa til gott partí,“ sagði Matthías í samtali við Vísi. Meiri tími í sjónvarpi fyrir hvern og einn En hvernig virkar þetta nýja fyrirkomulag? „Við fækkuðum aðeins í hópnum. Í fyrra vorum við með 32 keppendur og skiptum þeim niður, þannig að hver keppandi fékk bara eitt kvöld til að reyna að koma sér á úrslitakvöldið,“ sagði Matthías. „Núna eru keppendur sextán talsins og við gefum þeim meiri tíma í sjónvarpi. Þeir fá að lágmarki tvö kvöld þar sem þeir spila. Ef þeir safna nógu mörgum stigum á þessum tveimur kvöldum og lenda í topp átta halda þeir áfram og topp fjórir fara svo í úrslit. Í fyrra var þetta riðlakeppni en núna er þetta útsláttarkeppni. Á hverju kvöldi eru spiluð átta manna úrslit, undanúrslit og úrslit,“ sagði Matthías. Þessir mætast í kvöld Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua Fimm stig fást fyrir að vinna keppniskvöld, þrjú stig fyrir að lenda í 2. sæti og tvö fyrir að komast í undanúrslit. Átta stigahæstu keppendurnir komast svo í undanúrslit sem fara fram á tveimur kvöldum á Bullseye, 23. nóvember og 1. desember. Spenntur fyrir Selfossi og Akureyri „Við erum að breiða út fagnaðarerindið,“ sagði Matthías um þá ákvörðun að spila á Selfossi og Akureyri. Keppniskvöldin sjö.íps „Þetta verður svaka stuð. Vinir okkar á Akureyri eru þekktir fyrir að búa til gott partí. Shally Pally í fyrra heppnaðist fáránlega vel og aðra eins stemmningu hefur maður ekki upplifað sem keppandi. Þeir munu pottþétt endurtaka leikinn.“ Vilja stækka píluna enn frekar Matthías segir að pílusambandið sé alltaf að leita leiða til að gera íþróttina sýnilegri og auka útbreiðslu hennar. „Úrvalsdeildin er alltaf í þróun hjá okkur og búin að vera allt frá því við byrjuðum. Það er líka geggjað að hafa Stöð 2 Sport í þessu með okkur. Þetta gerir svo rosalega mikið fyrir sportið og stækkar það,“ sagði Matthías. „Pílan er á fleygiferð, búin að vera undanfarna mánuði og er ekkert að fara að hætta. Við viljum bara halda áfram og stækka píluna enn frekar, koma henni í fleiri skóla og ný félög eru alltaf að verða til. Það eru bara spennandi tímar framundan.“ Bein útsending frá fyrsta keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport.
Matthías Örn Friðriksson - Lukasz Knapik Dilyan Kolev - Björn Steinar Brynjólfsson Halli Birgis - Guðjón Hauksson Kristján Sigurðsson - Vitor Charrua
Pílukast Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira