Gagnlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgengst völd Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2024 11:50 Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, bendir á að þing hafi verið rofið og setur spurningamerki við umboð starfsstjórnar. Vísir/Vilhelm Formaður VG segir vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Hún telur málið vekja upp spurningar um umboð starfsstjórnar. „Og tala nú ekki um starfstjórn sem er í raun minnihlutastjórn og við erum nú á þeim tíma í pólitíkinni að þing hefur verið rofið og boðað til kosninga. Eitt er að það sé pólitískt gagnrýnivert og annað hversu tækt þetta er í þeirri stöðu sem við erum í núna. Við erum ekki með óundirbúinn fyrirspurnartíma eða neitt slíkt í þinginu þannig að aðhald þingsins í þessum efnum er ekki fyrir hendi,“ segir Svandís. Hún telur ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn sé með þessu að róa hóp kjósenda í ákveðnu horni flokksins. Gagnrýni Jóns á Vinstri Græn og orð hans um sóðalega framgöngu flokksins séu ekkert nýtt. En finnið þið til ábyrgðar hvað þetta varðar? Nú gangið þið út úr þessari starfsstjórn. „Við erum að undirbúa kosningar og ég held að þetta endurspegli það hversu mikilvægt það er að fá kjósendur til að segja sinn hug því að þetta dregur fram með skýrum hætti hvað Sjálfstæðisflokkurinn í raun og veru er í mjög miklum innanflokksvanda,“ segir Svandís. En nú hefði þetta kannski ekki farið svona ef þið hefðuð verið þarna. Sérðu eftir einhverju? „Við erum bara komin í annan fasa og við þurfum að búa okkur undir kosningar. Það verður kosið í nóvember og við þurfum að draga það fram með skýrum hætti um hvað verður kosið. Ég held að það geti verið gagnlegt fyrir kjósendur að sjá þessi tilþrif og rifja það upp hvernig Sjálfstæðisflokkurinn getur umgengist vald þegar viðnámið er lítið,“ segir Svandís.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira