„Hættan af þessum mönnum var þekkt” Lovísa Arnardóttir skrifar 25. október 2024 13:20 Tveir menn eru grunaðir um annars vegar manndráp og hins vegar nauðgun og líkamsárás stuttu eftir að þeir losnuðu úr fangelsi. Afstaða segir hættuna hafa verið vel þekkta. Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga, segir samtökin hafa ítrekað varað við því úrræðileysi sem tæki við manni sem nýlega losnaði úr fangelsi og er nú grunaður um að hafa myrt móður sína. Hættan hafi verið vel þekkt en ekkert gert til að koma í veg fyrir hana. Greint hefur verið frá því að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa ráðist á móður sína og fyrir að stinga föður sinn. Afstaða vill í yfirlýsingu koma á framfæri alvarlegum áhyggjum í yfirlýsingu varðandi þetta mál, og annað þar sem einstaklingur er grunaður um nauðgun og líkamsárás skömmu eftir að hafa losnað úr afplánun. „Hættan af þessum mönnum var þekkt og Afstaða búin að vara ítrekað við hvað myndi hugsanlega gerast og því hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Þá segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar viðvarandi samtakanna og annarra sérfræðinga hafi verið skortur á úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi en þurfa á sértækum stuðningi að halda til að tryggja bæði þeirra eigið öryggi og samfélagsins alls. Afplánuðu fulla dóma „Þetta úrræðaleysi hefur nú leitt til þess að tvö hörmuleg mál hafa komið upp,“ segir í yfirlýsingunni þar sem sérstaklega er tekið fram að mennirnir hafi báðir verið afplána fullan dóm, án reynslulausnar, vegna þekktrar hættu sem steðjaði af þeim. Í yfirlýsingunni er bent á að sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að bera ábyrgð á úrræðum fyrir fólk í þessari stöðu en að þau standi ekki undir því, sérstaklega ekki smærri sveitarfélög. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Hann sækist eftir sæti á lista Samfylkingar fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Vilhelm „Það hefur leitt til þess að einstaklingar með sértækar þarfir eru settir í aðstæður sem eru þeim og samfélaginu hættulegar. Afstaða hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi að sérhæfðum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki en ekkert hefur verið gert til að leysa þetta vandamál. Hættan varðandi þessa tvo einstaklinga var í raun fyrirséð og þeir eru aðeins hluti af örstækkandi hópi sem er á leið í samfélagið eftir afplánun dóma og enn fleiri eru þegar nú frjálsir í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin krefjast tafarlausra aðgerða. „Stjórnvöld þurfa að bæta aðgengi að úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi og tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að aðlagast samfélaginu á öruggan hátt. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar er hætta á því að fleiri hörmuleg atvik eigi sér stað.“ Reykjavík Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Greint hefur verið frá því að maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa ráðist á móður sína og fyrir að stinga föður sinn. Afstaða vill í yfirlýsingu koma á framfæri alvarlegum áhyggjum í yfirlýsingu varðandi þetta mál, og annað þar sem einstaklingur er grunaður um nauðgun og líkamsárás skömmu eftir að hafa losnað úr afplánun. „Hættan af þessum mönnum var þekkt og Afstaða búin að vara ítrekað við hvað myndi hugsanlega gerast og því hefði verið hægt að koma í veg fyrir að svona færi ef gripið hefði verið til viðeigandi aðgerða,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Sjá nánar: Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Þá segir einnig að þrátt fyrir ítrekaðar viðvarandi samtakanna og annarra sérfræðinga hafi verið skortur á úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi en þurfa á sértækum stuðningi að halda til að tryggja bæði þeirra eigið öryggi og samfélagsins alls. Afplánuðu fulla dóma „Þetta úrræðaleysi hefur nú leitt til þess að tvö hörmuleg mál hafa komið upp,“ segir í yfirlýsingunni þar sem sérstaklega er tekið fram að mennirnir hafi báðir verið afplána fullan dóm, án reynslulausnar, vegna þekktrar hættu sem steðjaði af þeim. Í yfirlýsingunni er bent á að sveitarfélög eiga samkvæmt lögum að bera ábyrgð á úrræðum fyrir fólk í þessari stöðu en að þau standi ekki undir því, sérstaklega ekki smærri sveitarfélög. Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu. Hann sækist eftir sæti á lista Samfylkingar fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Vilhelm „Það hefur leitt til þess að einstaklingar með sértækar þarfir eru settir í aðstæður sem eru þeim og samfélaginu hættulegar. Afstaða hefur ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta aðgengi að sérhæfðum búsetuúrræðum með sérhæfðu starfsfólki en ekkert hefur verið gert til að leysa þetta vandamál. Hættan varðandi þessa tvo einstaklinga var í raun fyrirséð og þeir eru aðeins hluti af örstækkandi hópi sem er á leið í samfélagið eftir afplánun dóma og enn fleiri eru þegar nú frjálsir í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin krefjast tafarlausra aðgerða. „Stjórnvöld þurfa að bæta aðgengi að úrræðum fyrir einstaklinga sem losna úr fangelsi og tryggja að þeir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að aðlagast samfélaginu á öruggan hátt. Ef ekki verður gripið til aðgerða nú þegar er hætta á því að fleiri hörmuleg atvik eigi sér stað.“
Reykjavík Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19 Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39 Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Sonur hinnar látnu í gæsluvarðhald Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt. 24. október 2024 18:19
Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar. 24. október 2024 11:39
Með andlát konu á sjötugsaldri til rannsóknar Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri. 24. október 2024 10:13