Augljóslega veikir einstaklingar verði veikari í fangelsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. október 2024 21:08 Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. vísir/vilhelm „Þetta eru auðvitað hræðilegir atburðir sem eru að gerast og uggvænleg þróun. Við höfum auðvitað tekið eftir miklum breytingum í fangahópnum og erum að sjá að það eru veikari einstaklingar sem eru að koma inn í fangelsin og veikari einstaklingar sem verða til inni í fangelsunum.“ Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félag fanga, í samtali við fréttastofu í kvöld um mál manns sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærnótt. Maðurinn sem er á fertugsaldri hafði áður stungið föður sinn í bakið og hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Verða veikari í fangelsinu Guðmundur segir það augljóst að fleiri og fleiri séu metnir sakhæfir fyrir dómstólum þó að augljóst sé að svo ætti ekki að vera sökum andlegra veikinda. „Þeir fá ekki viðeigandi þjónustu og verða veikari í fangelsinu. Þeir eru einnig meira í einangrun, þeir fá ekki reynslulausn vegna þess að það er ekki búið að útbúa fyrir þá úrræði og það má segja að þeirra andlega heilsa hrakar enn frekar.“ Ítrekað varað fjölmarga við Afstaða hafði ítrekað varað við manninum sem var dæmdur í gæsluvarðhald í gær og því úrræðaleysi sem tæki við er hann losnaði úr fangelsi fyrir skömmu. Guðmundur segir að félagið hafi reynt að vekja athygli á þessari þróun í mörg ár. „Geðheilbrigðismálin eru helsta áskorunin í fangelsismálunum í dag og verður næsta áratugi. Við vorum í sambandi við fangelsismálastofnun, ríkislögreglustjóra, öll ráðuneytin sem koma að þessu og sveitarfélögin. Alls staðar þar sem við komum að berum við okkar áhyggjur á borð. Við segjum hreinlega að ef það er ekki tekið á þessum málum hjá þessum einstaklingi þá mun þetta gerast og það erum við að sjá að raungerast í dag.“ Átta til tíu í svipaðri stöðu Þetta eru fleiri einstaklingar? Þekkið þið þennan hóp? „Við þekkjum hópinn mjög vel og erum í miklum samskiptum við þennan hóp og erum í mjög miklum samskiptum við þennan hóp. Þeir treysta okkur og því höfum við verið að vinna í þessum málum. Sérstaklega því við erum að sjá í hvað stefnir. Hópurinn er kannski átta til tíu hverju sinni sem eru í þessari stöðu. Þeir geta líka verið nýlausir úr fangelsi. Við erum með fólk í dag sem að hafa verið að losna úr afplánun eða hafa verið lausir í smá tíma eða eru að fara losna og eru allir í þessari stöðu. Ef ekki er brugðist við munu atburðir sem þessir halda áfram að gerast.“ Guðmundur segir mikilvægt að bregðast við með sérstökum og sérhæfðum úrræðum. Með sérhæfðu starfsfólki sé hægt að taka á þessum málum en hann ítrekar að einnig þurfi að taka á geðheilbrigðismálunum. „Geðheilbrigðismálin eru í molum og sérstaklega þegar það kemur að fangelsunum. Það hefur verið samtal í gangi og einhverjir vinnufundir komnir af stað en það hefur ekkert í raun og veru gerst. Við verðum að vekja athygli á þessu og segja okkar áhyggjur með hvert þetta er að stefna. Það er tekin meðvituð ákvörðun um að gera ekki neitt í þessum málum og þetta er niðurstaðan.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira