Tillögur að listanum verða kynntar á fundi kjördæmafélags Miðflokksins í kvöld og listinn lagður fram til samþykktar.
Ingibjörg er stofnandi og stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans og hefur starfað í utanríkisþjónustu Íslands í 25 ár. Síðast var hún sendiherra Íslands í Noregi til ársins 2022 en í tilkynningu frá formanni uppstillinganefndar segir að hún hafi tekið sér leyfi frá störfum til að sinna frumkvöðlastarfi.
„Landbúnaður og fæðuframleiðsla er lykilþáttur i íslensku atvinnulífi og menningu en hefur átt undir högg að sækja um langa hríð. Ég vil halda áfram að vinna í þágu íslenskrar matvælaframleiðslu á Alþingi og hlakka til að leita eftir stuðningi íbúa Norðvesturkjördæmis til þess,“ segir Ingibjörg í áðurnefndri tilkynningu.