Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. október 2024 10:25 Stél vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum í Indlandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra. Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“ Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Flugvél Icelandair var í leiguverkefni í Indlandi í nóvember í fyrra, þegar stél vélarinnar rakst við flugbraut við lendingu á flugvellinum Lal Bahadur Shastri við borgina Varanasi. Umtalsverðar skemmdir urðu neðarlega á burðarvirki flugvélarinnar aftan við jafnþrýstirými skrokksins. Öll kerfi vélarinnar virkuðu sem skyldi Í skýrslu RNSA segir að við skoðun á flugritagögnum hafi komið í ljós að kerfi flugvélarinnar hafi virkað sem skyldi í lendingunni. Veður á flugvellinum hafi verið gott, mistur en laust við ský undir 5000 fetum, skyggni 2200 metrar. Engin ummerki hafi fundist um vindhvörf í lendingunni eða í lokaaðfluginu. „Aðflug flugsins inn að flugbraut 27 á flugvellinum reyndist eðlilegt og fékk áhöfn flugs ICE1253 heimild frá flugumferðarstjórn til lendingar.“ Of hröð virkjun lyftispilla geti valdið því að stél rekist í flugbraut Í þjálfunarhandbók flugmanna er tekið fram að til að forðast það að stél flugvélarinnar rekist niður í flugbrautina skuli passa að halli vélarinnar (kink/pitch) aukist ekki eftir að aðalhjólin snerta flugbrautina. Einnig kemur fram að báðir flugmennirnir ættu að fylgjast með hvort að lyftispillar (bremsur) virkjast eftir lendingu og ef þeir gera það ekki sjálfvirkt þá þarf að virkja þá handvirkt. „Samkvæmt þjálfunarbók flugmanna þá veldur sjálfvirk virkjun á lyftispillum (speedbrakes) ekki auknu kinkhorni, en hröð handvirk virkjun á lyftispillum getur valdið hækkuðu kinkhorni sem getur leitt til þess að stél flugvélarinnar rekist í flugbrautina. Því ætti að lækka nefhjól flugvélarinnar rólega í átt að flugbrautinni á sama tíma og lyftispillarnir eru rólega virkjaðir.“ Klukkan 05:38:45 hafi lyftispillarnir virkjast, og flugmaðurinn hafi þá kallað „speedbrakes up“, og þá voru þeir komnir upp um 1,5 sekúndu síðar. Strax í kjölfar þess hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast. „Var þá hæðarstýrið fært í lárétta stöðu, en jafnframt tekið strax aftur í það og það fært aftur í 6,5 gráður klukkan 05:38:48. Klukkan 05:38:49 var flughraðinn kominn niður í 120 hnúta og hafði kink flugvélarinnar þá aukist upp í 11,4 gráður og hélst það horn í um eina sekúndu. Er það mat RNSA að þarna hafi flugvélin dregið stélið eftir jörðinni.“ „RNSA telur að orsök atviksins megi rekja til þess að eftir að aðalhjólin snertu flugbrautina og lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt, þá hafi aftur verið togað í hæðarstýrið. Við það hafi kinkhorn flugvélarinnar tekið að aukast enn frekar, uns stél flugvélarinnar rakst í flugbrautina um fimm sekúndum eftir að aðalhjólin höfðu snert flugbrautina.“
Fréttir af flugi Indland Icelandair Samgönguslys Tengdar fréttir Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Flugvél Icelandair enn föst á Indlandi Flugvél Icelandair er enn föst á Indlandi eftir að afturhluti vélarinnar rakst í flugbraut við lendingu í nóvember. Ferja þarf vélina á annan flugvöll til að ljúka viðgerð. 22. desember 2023 17:45
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent