Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:58 Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum í mánuðinum. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01
Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01