Er ekki einokun Háskóla Íslands óviðunandi? Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 27. október 2024 14:00 Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Af og til tekur frambjóðandi þessa umræðu við fólk, Íslendinga, sem koma að utan eftir nám. Það sem margir þeirra eiga sammerkt er að þeir fá menntun sína ekki metna hér á landi. Hér er um sálfræðinga að ræða, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga svo fáar stéttir séu nefndar. Forkastanlegast tilfellið er þegar barna- og unglingasálfræðingar, sem þjóðin þarf á að halda, fá ekki námið sitt metið frá útlöndum. Á meðan brenna Stuðlar! Hvað veldur, er það hroki Ég ætla að taka dæmi af doktor í barna-og unglingasálfræði. Stundar sálfræðinám í virtum háskóla í Bandaríkjunum. Þar í landi þurfa nemar að skila 3000 verklegum tímum, hér á landi nær það ekki þriðjungi. Þegar heim kemur þarf að sækja um starfsleyfi hjá Landlækni sem sér um útgáfu leyfisbréfa. Íslenskukunnátta er skilyrðir fyrir starfsleyfi. Gef einstaklingi orðið sem hefur orðið fyrir barðinu á þessu og Landlæknir þvær hendur sínar. „Vandamálið hjá mér snerist meira um það að landlæknisembættið, sem gefur út leyfisbréfin, gat ekki svarað því hvaða áfanga ég þyrfti að hafa til þess að fá námið metið. Þegar sálfræðideild HÍ svaraði loksins (eftir að ég fór í útvarpið) sögðu þeir mér að kíkja á námsskránna á netinu. Enginn gat gefið mér gátlista yfir það hvað þyrfti til. HÍ er þar að auki ekki eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga en maðurinn benti mér ekki á, að ég gæti t.d. skoðað hvað HR kennir ef það væri eitthvað sem passaði ekki.“ Þrátt fyrir starfsleyfi í Bandaríkjunum hafnar Landlæknir að gefa úr starfsleyfi nema með blessun HÍ. Hefur HÍ eignarhald á menntun í landinu? Þessi krafa á fólk, sem kemur með menntun úr háskólum erlendis frá, útheimtir vinnu og kostnað fyrir umsækjanda sem í þessu tilfelli gaf kerfinu puttann ef svo má orða komast. Þar misstum við einn sérmenntaðan barna- og unglingasálfræðing úr landi. Hve margir hafa gert slíkt hið sama? Hversu margir vel menntaðir einstaklingar vinni við annað en fagið sitt vegna reglnanna? Í spjalli mínu við hjúkrunarfræðing kom fram að danskir hjúkrunarfræðingar fá ekki að starfa sem slíkir því Háskóli Íslands metur að þá vanti eitthvað upp á fræðin til að vera jafnfætis íslenskum hjúkrunarfræðingum. Danmörk, nærri 10 milljóna þjóð, menntar ekki nógu góða hjúkrunarfræðinga fyrir Íslendinga! Með lögfræðing Það verður að spyrja hvað veldur. Mennta milljóna þjóðir sitt fólk eitthvað öðruvísi en Háskóli Íslands gerir? Er einokun Háskóla Íslands eðlileg þegar litið er til fjölþjóðasamfélagsins? Er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka á. Eiga stjórnmálamenn ekki að breyta lögum þannig að Íslendingum og útlendingum sem læra í útlöndum, annað en það sem er HÍ þóknanlegt, séu metnir að verðleikum. Segi eins og sá sem varð fyrir barðinu á þessum úreldum reglum, ,, Af hverju má samfélagið ekki vera fjölbreyttara? Af hverju finnst ráðuneytinu það eðlilegt að allir séu þvingaðir í sama þrönga HÍ kassann.“ Höfundur er sjúkraliði og grunnskólakennari, skipar 2. sæti á lista Lýðræðisflokkinn í Norðausturkjördæmi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar